Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem aldrei reyktu dóu líka

fídelÞað þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn með að allir þeir sem reykja, eða hafa reykt, enda ævi sína með því að deyja, að sé ekki minnst á þá sem neyðst hafa til að stunda óbeinar reykingar einhverntímann á lífsleiðinni. Þetta sannar svo ekki verður um villst, að reykingar eru stórhættulegar, og svo lífshættulegar að hver sem slíkt prófar mun geyspa golunni. En það sem er merkilegast í sambandi við skaðsemi tóbaksnotkunnar er ekki tóbaksnotkunin sjálf, heldur sú undarlega staðreynd, eða eigum við heldur að segja tilviljun?, að þeir sem aldrei hafa reykt eða lagt stund á óbeinar reykingar deyja líka, allir sem einn. Það er til dæmis eftirtektarvert, að áður en mannskepnan tók uppá að brúka nikótíninnihaldandi jurtir dó fólk í hrönnum ekki síður en eftir að tóbakið komst á dagskrá. Ég hef oft og lengi velt þessum fjanda fyrir mér og er enn þann dag í dag jafn fjarri rökréttu svari. Sama er að segja með augnsjúkdóma og reykingar: Augnsjúkdómar hafa alltaf verið til en tóbaksnautn bara í fáeinar aldir. Uppá síðkastið er ég svo farinn að gefa skít í grillufangara andnikótínismans og það gladdi hreinlega minn winstonelskandi huga, að sjá í sjónvarpsfréttunum í kvöld, að gamli hippaforingjinn, Kim Larsen, hefði sagt reykingafasismanum stríð á hendur. Lofað sé nafn Kims Larsens. Amen. 
mbl.is Reykingar hafa mjög skaðleg áhrif á augu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvurskonar munnsöfnuður er þetta, Hippókrates? Ég vona heilshugar að Guð fyrirgefi þér að tala svona um félaga Fídel Castró - en það er þó eingan veginn víst.

Jóhannes Ragnarsson, 22.8.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég tek því fagnandi að þú skulir ætla að splæsa á mig ferð til Kúbu. Ég er meir en handviss um að ég mun una mér vel í hinu sósíalíska baráttulofstlagi sem þar ríkir.

Nú er bara að velja sér brottfarardag!

Jóhannes Ragnarsson, 22.8.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég myndi ekkert móðgast þó þú skildir mig eftir, þvert á móti yrði ég himinlifandi.

Jóhannes Ragnarsson, 22.8.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband