Leita í fréttum mbl.is

Þegar tundurduflið sprakk inní henni

bangÉg held ég muni nú eftir honum Stjána, sem hafði viðurnefnið ,,tundurdufl." Og víst eru um það að Stjáni tundurdufl var kræfur karl og hraustur, sem kærði sig ofur vel við konur og kunni að glingra við stút, eins og segir í sjómannafræðunum. Það varð hans mesta upphefð í lífinu þegar ein af mörgum heitmeyjum hans lýsti því yfir í heyranda hljóði, að sú mannraun sem það væri að fara í bólið með helvítinu honum Stjána, líktist því einna helst að tundurdufl hefði sprungið inní henni. Eftir það var Stjáni aldrei kallaður annað en Stjáni tundurdufl til aðgreiningar frá öðrum Stjánum.
mbl.is Fékk tundurdufl í trollið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband