Leita í fréttum mbl.is

Gull er óhollt fyrir litla rígmontna þjóð

skáti5Ekki held ég að sé hollt fyrir eina litla rígmontnaþjóð að vinna gullverlaun í handknattleik á Ólympíuleikum. Það gæti til dæmis valdið því, að allrahanda fífl og og glæframenni tækju uppá að ofmetnast með ófyrirsjáanlegum og hrikalegum afleiðingum. Í þessu sambandi eru hlandóðir gróðasóttarbósar í útrásarhugleiðingum í hvað mestri hættu því þessháttar mannkynsfrelsurum er um megn að þekkja sinn vitjunartíma. Svo gætu gullverðlaun í fyrramálið hleypt nýju lífi og það heldur ófögru í nasistíska þjóðernissinna, sem myndu hiklaust túlka umrædd gullverðlaun á þá leið að íslensk-aríski kynstofn væri öðrum kynstofum æðri og hefjast þegar í stað handa við að reka alla útlendinga af landi brott, einkum þá sem eru dekkri á hörund en ljóshæðrir og freknóttir ofuríslendingar. Nógu slæmt hefur verið að þurfa að burðast með frjálshygguslektið á umliðnum árum svo ekki bætist við í áberandi magni hitlerískur gorgeirsaðall úr herbúðum hægrimanna. 
mbl.is „Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ég las þessa færslu 2x og ákvað svo að lesa fleira sem þú hefur skrifað hér á síðunni til að reyna skilja hvert þú ert að fara. En ég er samt ekki að fatta. Hvernig getur þú blandað saman íslenska handboltaliðinu, velgengni þess og nasistíska þjóðernissinna (eins og þú orðar það)????????

Sóley Valdimarsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahaha

í þessu leynist þó sannleikskorn

Brjánn Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú þekkir ekki nasistísku þjóðernissinnana, Sóley mín góð. Þetta eru dýr en ekki menn. Og það aumingjans fólk, sem er svo óheppið að vera útlendingslegt í útliti frá náttúrunnar hendi, ætti að hafa vaðið fyrir neðan sig gagnvart þessum óaldarlýð. Jamm og já, og það er nú það ...

Jóhannes Ragnarsson, 23.8.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband