Leita í fréttum mbl.is

Minkarnir í hænsnakofanum og hrekklausi haninn

Jæja, er nú svo komið, að fólk er hætt að þekkja venjulegan mink frá kjörnum borgarstjórnarfulltrúum? En það er svo sem ekkert skrítið þegar alls er gætt; borgarstjórnarlimirnir hafa nefnilega verið svo skelfing iðnir við að leika leikinn: ,,minkarnir í hænsnakofanum" að þeir vita ekki lengur hvort þeir eru minkar eða hænsn. Séð úr fjarlægð, duldist engum, að í síðustu hrinu voru sjálfstæðishetjurnar í hlutverki minkanna, en Láfi F. í hlutverki hrekklausa hanans, sem veginn er í úr launsátri við heppilegar aðstæður. Þó keyrði um þverbak þegar eignunum á minnkabúi Hönnu Birnu tókst að breyta framsóknarhananum Óskari í framsóknarmink á einni nóttu. Geri aðrir betur. En héðan í frá verður starf meindýraeyðis borgarinnar margfalt vandasamara en áður því ekki má honum verða á slík skyssa að eyða kjörnum hreppsnefndarmanni í staðinn fyir mink eða einstakling af nagdýrastofni. Guð forði meindýraeyðinum frá þessháttar misgripum.
mbl.is Minkur skoðar menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband