Leita í fréttum mbl.is

Höfðu gullið af Íslendingum

Það varð heldur betur uppi fótur og fit í herbúðum Sjálfstæðisflokksins þegar Íslendingar gerður sér hægt um vik og unnu Spánverja í undanúrslitum Ólympíuleikanna á föstudaginn. Það voru ekki úrslit leiksins sem slík sem röskuðu sálarró Sjálfstæðismanna heldur hvernig forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, baðaði sig uppúr sviðsljósinu með því að taka þátt í fagnaðarlátum Íslensku leikmannana. Og ekki geðjaðist Valahallarklíkunni hedur að, hvernig fjölmiðlar hömpuðu Ólafi Ragnari á þessum bjarta föstudegi. Var því brugðið á það ráð, að senda frú Þorgerði Katrínu á einu gandreiðarstökki til Peking til að koma í veg fyrir að forsetinn eyðilegði handboltagleði Sjálfstæðismanna og taka sjálf það bað í sviðsljósi fjölmiðlanna sem Sjálfstæðisflokknum væri boðleg. En því miður: Íslensku landsliðsstrákunum varð svo um skyndilega nærveru menntamálaráðherrans, að þeim féll allur ketill í eld og náðu sér aldrei á strik í leiknum um gullið. Þar með má ljóst vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki einungis komið í veg fyrir að Ólafur Ragnar kæmi við sögu á sjónvarpsskjám landsmanna í tengslum við úrslitaleikinn, heldur höfðu þeir gullið af strákunum með fáheyrðum buslugangi og vondum straumum.    
mbl.is Árangur Íslands skiptir miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Alltaf skulu sjallarnir vera fyrir...

Villi Asgeirsson, 24.8.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, og Ólafur Ragnar fyrir Sjöllunum ...

Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hahahahaha. Góður.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það átti að kyrrsetja þessa kerlingu Jói suður í Hafnarfirði. Þar hefði hún getað nuddað sér upp úr gömlum tapbúningi frá landsliðsárum karlsins síns,....en annars þetta var frábær árangur hjá drengjunum. - Ísland er stórasta land í heimi!

Haraldur Bjarnason, 24.8.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband