Leita í fréttum mbl.is

Pétur Þríhross nútímans

Rétt í þessu heyrði ég að hinn fjölfróða og stórgáfaða menntamálaráðherra, frú Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, lýsa því yfir á sérlega myndugan hátt, að næstkomandi miðvikudag stæði til að ,,Þjóðin" ætlaði að taka á móti Íslenska handboltalandsliðinu með viðeigandi stór-glæsibrag eins og það ætti skilið - rétt eins og ,,Þjóðin" tók á móti Halldóri Laxness rithöfundi þegar hann kom heim eftir að hafa verið sæmdur nóbelsverðlaununum. Því miður varð menntamálaráðherra þarna dálítið á messunni því það var ekki ,,Íslenska þjóðin" einhuga og óskipt, sem tók á móti Halldóri á hafnarbakkanum í Reykjavík árið 1955, heldur Íslensk alþýða. Borgarastéttin, Sjálfstæðismenn og aðrir auðvaldskónar, þar á meðal Pétur Þríhross, voru blessunarlega víðsfjarri í ólundarfýlu þegar Halldór þakkaði fyrir sig við Reykjavíkurhöfn fyrir næstum fimmtíu og þremur árum. 
mbl.is Ekið á vagni niður Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Jói, Þau leynast víða þorpsfíflin eins og vinkona okkar hún Vegmey kallaði oddvitann svo réttilega.

Níels A. Ársælsson., 25.8.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og ekki er heldur annað að sjá en Pétur Pálsson framkvæmdastjóri lifi ennþá góðu lífi, að maður tali nú ekki um Júel J. Júel alþingismann og forstjóra Gríms Loðinkinna.

Jóhannes Ragnarsson, 25.8.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hentar nútíma "söguskoðun" að eigna sér kallinn, með réttu, en aðallega röngu...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.8.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband