Leita í fréttum mbl.is

Álverssótt er hættulegur sjúkdómur

Það getur varla kallast fallegt af félaga Guðna Ágússyni ,að gera ferð sína norður í land til að æsa upp álverssóttina í Norðlendingum. Það er orðið tímabært að Guðni og fleiri stjórnmálamenn fari að gera sér grein fyrir og viðurkenni, að álverssótt er hættulegur sjúkdómur sem lýsir sér með óstöðugri geðheilsu þeirra sem sóttina hafa tekið, ranghugmyndum og þráhyggjuhugsunum sem ganga útá að þeir geyspi beinlínis golunni fái þeir ekki álver, helst inná lóð til sín. Ennfremur að þeir séu ofsóttir af heimsku og illa gerðu fólki, sem þeir telja að leggi sig í líma við að koma í veg fyrir að álversdraumarnir rætist. Það þarf því ekki að fara í neinar grafgötur með hve slæmt ástandið getur orðið ef Guðni, og fleiri málsmetandi menn, láta ekki af þeirri skemmtan sinni að æra álverssjúkdómin upp í veiku fólki. Það er eins og að veifa eiturlyfjum framaní forfallinn dópista í óskemmtilegum fráhvörfum.   
mbl.is Kreppa af völdum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virðum Guðna það til vorkunnar í bulli sínu að hann er framsóknarmaður og sem slíkur tæplega sjálfrátt orðum né gerðum. Kv. Aðalbjörn

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Álversóttinn er hættulegur sjúkdómur.

Það er fallegt af félaga Guðna Ágússyni ,að gera ferð sína norður í land til að leiðrétta álversóttan í Norðlendingum. Það var löngu tímabært að Guðni og fleiri stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir og viðurkenndu, að álversóttinn er hættulegur sjúkdómur.  Hann lýsir sér með óstöðugri geðheilsu þeirra sem sóttina hafa tekið, ranghugmyndum og þráhyggjuhugsunum sem ganga útá að þeir geyspi beinlínis golunni fái einhverjir aðrir að byggja álver, sem eru utan marka þeirra kjördæmis.

Ennfremur ótti þeirra við það, að þeir séu ofsóttir af heimsku og illa gerðu fólki, sem þeir telja að leggi sig í líma við að koma í veg fyrir að álveri á koppinn eða öðrum orkufrekum iðnaði. Það þarf því ekki að fara í neinar grafgötur með hve slæmt ástandið hefði geta orðið ef Guðni, og fleiri málsmetandi menn, hefðu látið af þeirri vinnu sinni að kveða niður álverssjúkdómin í veiku fólki. Það er erfitt verk og nánast eins oga að veifa eiturlyfjum framaní forfallinn dópista í óskemmtilegum fráhvörfum, að minnast á álver.

(Leiðrétt og endurbirt.  Með bestu kveðju að austan, - eftir Inga T. )

PS:  Þórunn er slæg sem tófan, - hún bítur ekki nærri greni sínu. 
(Efnislega það sem Hörður Sigurbjarnarson sagði á fundi með Þórunni á Húsavík).

Get ekki verið meira sammála. 
Tvískinnungurinn í Samfylkingunni í hnotskurn.
  

Benedikt V. Warén, 28.8.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Dílerinn þarf sín laun. Það eru blankheit á framsóknarheimilinu, svo pabbi fór út að fiska.

Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 09:39

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Kallarðu hann "málsmetandi"...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 16:24

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jújú, Guðni er ,,málsmetandi" en aðeins á sinn hátt eins og gefur að skilja.

Jóhannes Ragnarsson, 28.8.2008 kl. 19:36

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband