30.8.2008 | 09:16
Andviðskiptalegir höfuðórar Faðirvorsins
Það er sannarlega geðslegur félagsskapur þessi Lýsing og framúrskarandi kristilegur; sannkallað ljós í myrkri mannlegrar samkenndar og ljúfra viðhorfa. Á Lýsingarbænum gefa menn skít fyrir andviðskiptalega höfuðóra Faðirvorsins eins og ,,svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum" enda er Lýsingarselskapurinn framúrskarandi kristilegur eins og áður sagði. Ég geri fastlega ráð fyrir, að hugrakkir frjálshyggjukappar og bjarteygð heimdallsbörn gleðjist verulega, klappi höndum og stappi niður fótum af fölskvalausri ánægju, þegar þau frétta af því hvernig Lýsingarfélagar fara að því að láta höndur standa fram úr ermum, láta verkin tala, framkvæma lögmál og kenningar hinnar frjálshuga græðgi og strangs viðskiptasiðferðis. Ég býst ennfremur við, að ríkisrekni frjálshyggjuspámaðurinn við Háskóla Íslandi, leggi fjálglega útaf vel útfærðu menningarafreki Lýsingarmanna vestur á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu, við nemendur sína í vetur og geri þeim rækilega grein fyrir, að Rauðasandsmálið sé fram úr hófi fagur og lýsandi vitnisburður um skilvirkni og mýkt frjálshyggjuvélarinnar og að ekki dugi nein vatnsgrautarmiskunsemi við lamaða og fatlaða, láglaunafólk og aldraða.
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 136
- Frá upphafi: 1539331
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 120
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Hvar hefur þú sannanir fyrir því að þessar náneglur séu kristnar? Mér sýnist Mammon vera guð þeirra. En Greinilegt er að lítilmennskan er enn í hávegum höfð á Íslandi.
En var Lýsing ekki einu sinni í eigu Landsbankans, þar sem í stjórn situr Kjartan slaufuskaufi Gunnarson, fóstbróðir og leikfélagi Davíðs Oddsonar. Hann er nágranni lama bóndans og hefur sölsað undir sig jarðir þarna á Rauðasandi. Ætli hann sé að reyna að ná jörðinni af Ástþór.
Exista á víst Lýsingu nú og Exista á líka 24% í Kaupþing Banka
Ætli gráðugu drengirnir ætli að nota traktorinn til að moka dölum bankahvelfingunni eins og Jóakim Önd eða er hallinn orðinn svona mikil í loftviðskiptum að menn eru orðnir harðir. Hvað sem það er er þetta léleg auglýsing fyrir græðgisliðið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2008 kl. 10:02
Hef í störfum mínum oft komið að því að aðstoða þá sem eru í greiðsluerfiðleikum. Oft hafa komið til aðilar til hjálpar sem hafa sameinast um að aðstoða þá sem minna mega sín. Það sem fór að vekja athygli mína var hversu þeir sem telja sig hvað lengst til vinstri, gengu langt í innheimtuaðgerðum sínum. Einnig hversu fáir þeirra voru tilbúnir til að rétta náunganum hjálparhönd þó þeir hefðu burði til. Trúi ekki öðru að að kommúnistinn úr Ólafsvíkinni taki sig til hjálpar manninnum.
Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2008 kl. 10:55
Sigurður Þorsteinsson.
Jóhannes yrði sá fyrsti til hjálpar Ástþóri bónda ef hann ætti eitthvað aflögu.
Fáir þekkja betur aðstæður fátæka mannsins en Jóhannes Ragnarsson enda fyrverandi formaður Verkalýðs og sjómannafélags Snæfellsbæjar til fjölda ára.
Ég legg til að þú Sigurður minn hafir forgöngu í hópi manna og kvenna til aðstoðar Ástþóri bónda á Rauðasandi.
Erfiðar aðstæður bóndans eru ekki bara af fjárhagslegum toga.
Níels A. Ársælsson., 30.8.2008 kl. 11:55
Hægri vinstri. Skiptir engu. Það er bara smá munur á því hvernig þeir vilja kúga lýðinn.
Villi Asgeirsson, 30.8.2008 kl. 12:02
Það er hverju orði sannara, Vilhjálmur, að lítilmennskan er í hávegum höfð á Íslandi, því miður. Hvort Lýsingarkempurnar séu hrifnar af kenningum og framgöngu Jesú Krists, eins og þeim er lýst í guðspjöllunum, efast ég um, held reyndar að þeir fyrirlíti meistarann frá Nasaret eins og hvern annann fátækan og nægjusaman hippa. Afturámóti er Mammon þeirra faðir til himins og jarðar enda vegsama þeir hann og tilbiðja af öllu hjarta og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera veg hans sem mestan í mannlegu samfélagi.
Hvað Sigurð Þorsteinsson varðar, má af orðum hans ráða, að hann bregði sér oft í hlutverk ,,miskunsama samverjans", sem er gott og blessað útaf fyrir sig. En hvert hann er að fara þegar hann segir, að ,,þeir sem telja sig hvað lengst til vinstri séu innheimtuglaðir og ófúsir að rétta náunganum hjálparhönd," er mér hulin ráðgáta. Mér finnst að Sigurður ætti að gera okkur þann greiða, að nafgreina einhverja af þessum meintu vinstrimönnum til að opinbera skömm þeirra. Geri hannþað ekki, lít ég svo á orð hans um þessa nafnlausu ,,vinstrimenn" séu með öllu innistæðulaus, bara venjulegur þvættingur til að draga umræðuna frá því sem er á dagskrá. En Sigurður þarf ekki að hafa áhyggjur af því kommúnistinn í Ólafsvík komi ekki bóndanum á Rauðasandi til hjálpar á einhvern hátt því það starf er þegar hafið.
Jóhannes Ragnarsson, 30.8.2008 kl. 12:29
Sæll Niels
Það vill nú til að ég reyndi strax í dag að hafa samband við Ástþór bónda á Rauðasandi, en hann er ekki í símaskrá, og þá óskaði ég eftir aðstoð að vestan til þess að geta náð sambandi við hann. Hef þegar haft samband við aðila sem vilja koma Ástþóri til aðstoðar til frambúðar og var því vel tekið.
Jóhannes. Ég tala nú bara almennt um reynslu mína af fjármálaráðgjöf sem er allnokkur. Hef oft sárnað aðför að þeim sem síst skildi. Þá hefur það komið mér á óvart að lögmenn á vinstri vægnum hafa síst verðið þeir sem hafa sýnt samúð. Ef þér dettur í hug að þeir verði nafngreindir sýnir þú mikið dómgreindarleysi. Hef heyrt þá kenningu að þeir sem eru lengst til vinstri og lengst til hægri séu í raun á mjög svipuðum stað, komnir hringinn. Held að það sé nokkuð til í því.
Meðal vina minna í VG eru menn sem mér finnst ég eiga fullkomlega samleið í pólitík, en líka innan Samfylkingar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Íslendingar með kristin gildi, sem grunnhugsun. Finn nú ekki fyrir þeim anda í bloggi Jóhannesar.
Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2008 kl. 18:27
Fyrst þú getur ekki nafngreint þessa harðdrægu ,,vinstrimenn" þína, Sigurður, sem eru víst allir lögmenn, lít ég svo á þeir eigi allir sem einn lögheimili á milli eyrnana á þér og hvergi annarsstaðar. Ennfremur læðist að mér sá grunur, að fyrirbærið sem þú kallar ,,kristin gildi sem grunnhugsun" eigi ef til vill ekki ýkja mikið skylt við kenningar litla sósíalistans frá Nasaret.
Jóhannes Ragnarsson, 30.8.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.