Leita í fréttum mbl.is

Ískyggileg flagðkona

Grýla 2Það virðist sem repúblíkanaflokkurinn í Bandaríkjunum hafi heldur betur keypt köttinn í sekknum með því að velja Söru, vinkonu okkar, Palin sem varaforsetaefni með karlskarfinum Jóni Makkein. Sara átti víst að vega upp meðalaldur forseta- og varaforsetaefna reppana og lappa uppá hina fögru ímynd repúblíkanakristindómsins og höfða til ungs fólks og kvenna. En nú er að koma í ljós, að undir sauðargæru vertíðarstúlkunnar Söru lifir og dafnar sitthvað ískyggilegt, gott ef ekki flagðkonulegt. Fyrir það fyrsta var karlinn hennar tekinn moldfullur á bíl fyrir 22 árum, sem bendir til að maðurinn sé slordóni og sluddmenni. Þá ku Sara sjálf vera grunuð um valdníðslu og spillingu, ennfremur að hafa stokkið frá nýfæddu barni sínu á þriðja degi til að framagosast, velta sér uppúr spillingarvilpunni og valdníða. Og til að kóróna ófögnuðinn, er 17 stelpugelgja, dóttir Söru, illa þunguð eftir rauðhærðan strákslána. Á dauð sínum áttu vammlausir repúblíkar fremur von en að Sara væri slíkt önglarassgat. En þeir vera að krafla sig framúr þessum ógöngum, einir og óstuddir og það vefst varla fyrir þeim frekar en innrásin í Írak.    
mbl.is Uppljóstranir um Söruh Palin valda óróa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Æi, hún verður örugglega fínn varaforseti. Heldurðu það ekki?

Vésteinn Valgarðsson, 2.9.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég efast ekki eitt andartak um Sara verður fínn varaforseti, að minnsta kosti á sína vísu.

Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hún segir að Íraksstríðið sé "task from god" og er þar á alveg sömu línu og Bush og ávaxtakökur í kringum hann. Einnig vill hún meina að guddi vilji fá ákveðna olíuleiðslu í Alaska til að sameina fólk og fyrirtæki. Þessi helv. steypa í amríkunni er fyrir löngu komin út úr hefðbundinni pólitík og inn á verksvið geðlækna.

Baldur Fjölnisson, 3.9.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

ég er alveg ákveðin í því, þ.e.a.s. ef gamli karlinn vinnur, já bíddu hvað ætlaði ég að segja jááááá.

Ég ætla að skreppa yfir og kenna kanakerlingunum hvernig spara megi meydóminn.  (ótímabærar þunganir eiga ekki að eiga sér stað) Og það verður sko Monica sem verður með í för, ef krafist verður sýnikennslu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.9.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já og London Dogs.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.9.2008 kl. 21:28

6 Smámynd: Rannveig H

Mér lýst ljómandi vel á geðlækni, Moniku og Londo Dogs fyrir liðið.

Rannveig H, 4.9.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband