Leita í fréttum mbl.is

Rauðspritt og íþróttaiðkun fara vel saman - eða hvað?

bekkhámEkki varðar mig nokkurn skapaðn hlut um hvað Davíð Bekkhám ætlar að taka sér fyrir höndur þegar hann hann reimar af sér fótboltaskóna í hinsta sinn. Eftir að séra Alex rak þessa skrækróma kanónu burt af Old Trafford hef ég, líkt og séra Alex, ekkert viljað af henni vita. En það sem vekur athygli mína við meðfylgjandi frétt er ekki fréttin sjálf, heldur myndin sem prýðir hana, en hún er af Bekkhámi sjálfum hvar hann er að svolgra í sig rauðspritt eins og hver önnur götudræsa. Miðað við fréttir dagsins á mbl.is af íþróttastjörnum svokölluðum, má ætla að innan þeirra raða þrífist róttæk alkóhólneysla meir en hjá öðrum þjóðfélagshópum; fyrst er hinum villuráfandi sundkóngi frá ólympísku leikunum kastað fram á sviðið í heldur svona annarlegu ástandi, síðan Bekkhámi þambandi uppúr rauðsprittsdollu. Hvaða skilaboð er verið að senda æskulýð landsins með svona fréttaflutningi af hinum sönnu fyrirmyndum? Samkvæmt þessum fréttafirnum mætti ætla, að heill og hamingja hvers ungmennis, sé að rata á sem skemmstum tíma í göturæsið og velta sér þar baki brotnu uns það skolast á haf út.   
mbl.is Beckham eigandi knattspyrnuliðs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Hann er að drekka rautt Gatorade.

Pétur Orri Gíslason, 7.9.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Bölvaður þvættingur er þetta í þér, Pétur Orri. Heldurðu að virkilega, maður minn, að ég þekki ekki rauðspritt frá rauðum graðtúeid?

Jóhannes Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband