Leita í fréttum mbl.is

Ætlaði að koma fram saurugum vilja sínum.

hundsbit2Þessi saga af Hamilton bílstjóra og ökuníðingi varð til að rifjaðist upp fyrir mér hliðstætt atvik, en það var þegar maður nokkur ætlaði að stytta sér leið heim eftir nætursvall og mikinn glasaglaum. Þessi maður tók sem sé til bragðs að vaða yfir lóðir og garða í stað þess að þræða krókóttar götur og ætlaði með því móti að vinna sér tíma, rétt eins og Hamilton ökuníðingur. Ekki tókst samt betur til en svo, að inni á einni lóðinni réðist á hann blóðgrimmur hundur, sem tætti utan af manninum fötin og hefði eflaust rifið hann á hol ef eigandi hundsins hefði ekki komið til skjalanna og skakkað leikinn. En þar með var ekki öll sagan sögð, því húsbóndi rakkans fór að velta fyrir sér hvaða erindi svallarinn hefði átt inni á hans lóð og þeim heilabrotum lauk með því að húsbóndinn hélt áfram verki þar sem hundur hans hafði frá horfið og veitti svallaranum þvílíka ráðningu að enn er í minnum haft. Þessi annars bráðgreindi og raungóði húsbóndi leit þannig á, að eiginkona hans hefði verið í stórri hættu vegna nærveru svallarans, sem hefði vafalaust ætlað að skríða innum opinn glugga á húsinu til að koma fram saurugum vilja sínum, ef hann rækist á eitthvað kvenkyns þar inni. Af þessu má sjá hve hættulegt það getur verið að stytta sér leið því að á öllum tímum hefur verið uppi fólk sem kann ekki að meta þessháttar framgangsmáta annarra.
mbl.is Sigur dæmdur af Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Var það ekki sama með Massa fyrir skemmstu þegar hann hafði ekki tíma til að hleypa bíl á undan sér á þjónustusvæðinu. En þér finnst það kanski í lagi?

Ómar Már Þóroddsson, 7.9.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Hugsjónarmaðurinn - Andrés Sverrisson fyrsti

Þetta er 100% djók

Hugsjónarmaðurinn - Andrés Sverrisson fyrsti, 7.9.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér fannst það alveg í lagi, meira að segja sjálfsagt, að hann hleypti ekki hlandaulanum á undan sér á þjónustusvæðið.

Svo vona ég að Andrés Sverrisson fyrsti upplýsi okkur um hvað hann á við með því að segja ,,þetta er 100% djók. Maður verður ósjálfrátt var um sig við að lesa svona athugasemd. 

Jóhannes Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Jóhannes ertu þar með að segja að það skifti máli hver brýtur reglurnar? Ferrari í lagi aðrir ekki?

Ómar Már Þóroddsson, 7.9.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.9.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband