Leita í fréttum mbl.is

Frjálshyggjuviðrini og vinstrivængur í rúst

Búss og JóhannaÞeim flökrar ekki við ólánsverkunum á Alþingi, fremur en fyrri daginn. Nú á að fórna heilbrigðiskerfinu á altari frjálshyggjugræðginnar eins og ekkert sé eðlilegra. Það er dæmalaust, að stjórnmálaflokkur, sem hefur frá upphafi gefið sig út fyrir að vera sameiningarflokkur vinstri manna, skuli leggjast svo lágt að taka þátt í árás frjálshyggjulýðsins á alþýðu landsins með þessum hætti. Reyndar kemur mér ekki á óvart að Samfylkingin skuli taka þátt í svona óþverrabralli með auðvaldinu því ég taldi mig vita, um það bil sem sá flokkur var stofnaður, hverkonar óféti hann yrði. Það er alveg augljóst að raunverulegir vinstrimenn eiga enga samleið með pólitísku viðrinunum sem stjórna Samfylkingunni og eiga hana. Það er því ekki annað hægt en að skora á alla þá sem vilja afgerandi breytingar í þjóðfélaginu í átt til jöfnuðar, að yfirgefa Samfylkinguna nú þegar því þar eiga þeir ekki heima. Það er líka deginum ljósara, að róttækir vinstrimenn, sósíalistar og verkalýðssinnar eiga ekkert flokkslegt athvarf á Íslandi í dag því að VG uppfyllir ekki þarfir þeirra nema að litlu leyti, hvað þá aðrir flokkar. Í dag er staðan einfaldlega þannig, að það verður að stokka alla vinstripólitík í landinu upp og ástæðan ætti að vera hverjum manni augljós.   
mbl.is Sjúkratryggingar til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

það væri nú ansi góð byrjun að tengja þessa stjórnarskrá aftur við stjórnsýslu lamdsins.

Ekkert til vinstri vil ég neitt hafa með að gera.

Félagslegt Demókrati líst mér vel á. Og að taka bankana af þessum fíflum sem vita ekki til hvers þeir eru. Að ríkisreka heilbrigðiskerfi er dauðadæmt.

Það er alveg furðulegt að íslendingar þurfa að "finna upp hjólið" upp á nýtt í málum sem er komin reynsla á um allan heim.

Óskar Arnórsson, 9.9.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sammála þér um að VG eru alveg hlandónýtir, enda vita þeir ekkert hvernig afla á fjár.  Sammála þér um ýmislegt varðandi SF, en ég ætla nú samt að bíða og sjá hvort Eyjólfur fari ekki að hressast. 

Ef vinstri menn ná ekki saman, þá er bara að leggja upp laupana og synda með eða á móti straumnum.  Ég mun gera hvorutveggja Jóhannes.  En er samt hvorki kynhverf né kynköld.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.9.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef enga trú á Eyjólfur Samfylkingarson eigi eftir að hressast. Þetta grey er ekki einusinni kynhverft heldur kynlaust til hægri, sem segir allt sem segja þarf ...

Jóhannes Ragnarsson, 9.9.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Helgi Guðmundsson

Ekki er ég sammála því að vinstripólitíkin sé sú eyðimörk sem þú lýsir, enda þótt ég hefi margoft bent á að VG skilgreini þjóðfélagið á annan hátt en flokkar sem bera fram það sem kalla mætti sósíalíska hugmyndafræði. Sósíalistar líta jú fyrst á stöðu stéttanna og síðan stöðu kynjanna. Mjög margt er ógert til að jafna stöðu kynjanna en enn meira til að laga stöðu verst settu stéttanna (þar eru konur vissulega fjölmennar). VG leggur meiri áherslu á femínismann og umhverfismál en stéttapólitík. Það þýðir ekki að vinstri sinnar eigi að snúa baki við VG. Flokkurinn stendur þrátt fyrir allt vaktina fyrir þá sem verst eru settir. Hvort hann nær árangri er allt annað mál, það fer eins og allir vita eftir aðstæðum, en ekki má gleyma mikilvægi þess að halda málum vakandi, vera á verði og vekja athygli. Minnihluti sem heldur út nær oft undraverðum árangri með öflugri málafylgju.

Ég hef með öðrum orðum ekki trú á því að sjá bara dökku hliðarnar

hágé.

Helgi Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Óskar, hvaða reynslu eru menn alltaf að vitna í erlendis? Ég veit ekki betur en að bretar eru nú í öngum sínum með alla þessa einkavæðingu, því þeir horfa uppá aukningu á ótímabærum dauðsföllum og eru nú með STÓRAR efaseemdir um framhaldið!

Jón Svavarsson, 9.9.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Lifi byltingin!

Þessi Sveinn hlýtur að vera KRingur. Meiri meðmæli get ég ekki gefið.

Ég vil nú bara fá Jóa okkar Ragnarsson á þing. Þá yrði fyrst gaman að horfa á viðrinaumræðuna í beinni útsendingu.

Sigurður Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sjáum hvað Jóhanna gerir vonandi veldur hún ekki okkur jafnaðarmönnum vonbrigðum. Verð að viðurkenna að Samfylkingin er ekki nógu afgerandi í ríkisstjórninni en sjáum til hvað gerist í vetur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.9.2008 kl. 21:20

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er vissulega rétt Helgi (hágé), að VG leggur meiri áherslu á femínisma og umhverfismál en stéttapólitík. Raunar leggur VG enga áherslu á stéttabaráttu aðra en þá sem heyrir undir kjarastreð háskólamenntaðs fólks, einkum kvenna. Sósíalisma og verkalýð má helst ekki nefna upphátt á nafn innan VG og mér er ekki grunlaust um, að ungstirni flokksins hafi þá skoðun að verkalýður sé ekki til á Íslandi fyrir utan einhverja útlendinga sem vinna í fiski eða á heiðum uppi við virkjanaframkvæmdir. Dólgafenínismi og andstaða við raforkuvirkjanir og álver gerir VG ekki sjálfkrafa að vinstriflokki, síður en svo. Og þó að þingmenn VG klappi endrum og sinnum ,,þeim verst settu" á kollinn af skyldugu samúðarskyni, dugar það heldur ekki til að gera VG að vinstrihreyfingu. En ég er sammála þér um að vinstrisinnar eigi ekki að snúa baki við VG, þeir eiga þvert á móti að gera flokkinn að raunverulegri vinstrihreyfingu sem sækir afl sitt fyrst og fremst til verkalýðsstéttarinnar, sem er, þrátt fyrir allt, langfjölmennasta stéttin í landinu.

Jóhannes Ragnarsson, 9.9.2008 kl. 21:25

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nei, Jóhannes þú veður í villu og svima. VG mun aldrei verða sá flokkur sem staðið getur vörð um „litla“ manninn. Hvaðan ætla þeir að fá fé til þess. Það má fara í vasa þeirra „ríku“ En við vitum það bæði þú og ég að hægt er að gelda kúnna.

Ég er ekki alltaf sammála SF, en það er frekar hægt að hafa áhrif á þá en steingelda Vinstri græna.

Trúðu mér, ég er svo sannarlega til vinstri, sat nokkra fundi í sameiningarferlinu, en það verð ég að segja að Margrét Frímannsdóttir var manneskja að meiri að leiða meira en helming Alþýðubandalagsmanna til fylgis við Samfylkinguna.  Menn eins og Svabbi og Steingrímur eru hypokratar, en ég komminn er orðin aðalkrati og skammast mín ekkert fyrir það. 

Vil að komist á félagslegt réttlætti, jöfnuður og bræðralag.  En til þess þurfum við peninga. Lot of money

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.9.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Húrra fyrir Margréti Frímanns og húrra fyrir krötum.

Kv

Bára

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.9.2008 kl. 12:05

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Svavarsson! Allt sem er til á Íslandi er erlent! það er algjörlega forkastanlegt að t.d. reka lækni úr starfi sem rekur einkastofu jafnhliða.

Ríkið er með puttana í bóksaflega öllu og forsjárhyggja allsráðandi þó vinsrti þenkjandi mönnum fari fækkandi sem betur fer. Það þarf einkarekna spíotala svo Ríkið fái samkeppni.

Fyrir utan það eru hlutföllinn milli Ríkis og embættismannakerfissins ekki í neinu samræmi við fjölda Íslensku þjóðarinnar. Það er raunverulega ekkert til sem heitir íslenskt, nema tungumálið. Allt kemur erlendis frá.

Þú mátt kalla kindur og hesta íslenska, enn þeir eru það ekki raunverulega. Ekki einu sinni kartöflur eru íslenskar. Þær voru upprunalega innfluttar eins og allt sem til er á þessu landi.

það er til eitt séríslenskt fyrirbæri sem hver sem er má vera stoltur af. Og það er hroki og þjóðarrembingur.

Færustu sérfræðingar sem íslendingar eiga, flýja til annara landa til að geta sinnt störfum sínum af einhverju viti. Bæði læknar og viðskiptamenn.

Ástæðan fyrir fleiri dauðsföllum á einkaspítölum er einföld og kynntu þér málin almennilega áður enn þú gasprar svona út í bláinn. Það kemur til af því að þeir mest sjúku og mest slösuðu eru sendir af ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrahúsa, því þar eru mestu sérfræðingarnir.

Ef einhver sem þér er kærkomin og er alvarlega veikur, farðu þá heldur erlendis með viðkomandi heldur enn að senda á Íslenskt Ríkisrekið amatör sjúkrahús. Ég hef bæði reynslu af þessum málum og er búin að vinna í heilbrigðiskerfinu á nokkrum norðurlöbdum í 20 ár.

Ísland er bara erlent útibú því hér var ekkert þangað til fólk fór að flytja hingað menntun, byggingarvörur og klæðnað. Það borgar sig ekki lengur að sauma föt á Íslandi.

Ef hægt væri að selja mont, rembing og hroka til útlanda, væri Ísland með ríkustu löndum í heimi. Svo mikið eigum við til af því.

Svo eigum við líka eitt fyrirbæri sem er rammíslenskt svo hægt sé að vera stoltur af einhverju! Það heitir verðtrygging sem því miður er ekki hægt að þýða yfir á neitt annað tungumál.

Það er nákvæmlega ekkert á Íslandi sem erlendar þjóðir hafa gagn af að læra hér. það eru góðir háskólar hér, og þegar fólk hefur lokið námi fer það flest erlendis ef fjölskylduástæður binda viðkomandi ekki við landið.

Vonandi svarar þetta einhverju.

Óskar Arnórsson, 11.9.2008 kl. 09:26

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég sakna þess sárlega að eitthvert stjórnmálaafl á Íslandi hafi stéttabaráttuna á dagskrá. Hvað á maður að gera með kratisma sem stefnir, þegar best lætur, að því að setja aðeins mannlegri ásjónu á auðvaldsskipulagið? Nei, það er auðvaldsskipulagið sjálft sem er vandamálið, og kominn tími til að binda endi á það. Ekki að "bæta" það heldur skipta því út fyrir nýtt skipulag nýrrar stéttar.

Vésteinn Valgarðsson, 12.9.2008 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband