Leita í fréttum mbl.is

Fáræði og lýðræði

auð1Fyrst íbúarnir í Vogum fá ekki að kjósa um hvort þeir eigi að hafa álversraflínurnar hangandi yfir hausnum á sér er einboðið að þeir klippi bölvaðar snúrurnar niður þegar búið verður að hengja þær upp. Það kemur nefnilega fram í fréttinni um þetta mál, að meirihluti hreppsnefndar Voga er staðráðin í að íbúum sveitarfélagsins komi þetta raflínumál ekkert við. Og að sjálfsögðu er svokölluð ,,viljayfirlýsing" milli örfárra meirihlutamanna í hreppsnefndinni og línulagningarsóðanna algjört trúnaðarmál, sem þýðir á mannamáli, að íbúunum varði ekki par um hvort hroðalegir raflínustrengir sveiflist yfir hausamótunum á þeim eða ekki.

Þetta litla og snotra Vogadæmi, sem er aðeins eitt af mýmörgum, sýnir, svo ekki verður um villst, að á Íslandi er fáræði stundað af kappi og án forsjár, en að sama skapi gefinn skítur í lýðræði og þar með íbúana sjálfa. Enda hatast fáræðisrummungarnir við raunverulegt lýðræði og finna því allt til foráttu. Það er síðan umhugsunarefni hvort almenningur gerir sér fulla grein fyrir að á Íslandi ríki fáræði en ekki lýðræði.     


mbl.is Íbúar fá ekki að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fæstir gera sér grein fyrir því, enda kemur þeim það ekki við.

Villi Asgeirsson, 23.9.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband