Leita í fréttum mbl.is

Geta krabbameinsfrumurnar læknað meinsemdina?

dauður dollarÞað er dálítið táknrænt, að eina svarið sem auðvaldið hefur uppá að bjóða í sívaxandi þrengingum, er slá fram hugmyndinni um þjóðstjórn. Og hvað ætli umræddur þjóðstjórnarvaðall þýði af hálfu frjálshyggjuliðsins sem horfir nú á eftir græðgishugsjón sinni í gröfina? Hann hlýtur einfaldlega að þýða það, að stjórnmálastefna Sjálfstæðisflokksins sé búin að vera og þá um leið ríkisstjórn Gjeirs Haaarde. Þjóðstjórnarhugmyndin þýðir ennfremur, að forkólfum hálfdauðs Sjálstæðisflokks sé mikið í mun að dreifa ábyrgðinni og skömminni af skipbroti nýfrjálshyggjunnar yfir á alla stjórnmálaflokkana sem sæti eiga á Alþingi.

Það sem nú skiptir mestu máli í Íslenskri pólitík er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það gegnur ekki að krabbameinsfrumurnar fái að valsa um óáreittar undir því yfirskyni að þær séu best til þess fallnar að lækna meinsemdina.

Og nú er það Samfylkingin sem á leik. Ætlar Samfylkingin að láta sér nægja að vera hækja auðvaldsins og dauðrar frjálshyggju? Var Samfylkingin ekki stofnuð til að vera jafnaðarmannaflokkur, eða er það bara misminni hjá mér? En hvað sem því líður, þá er það Samfylkingin, ein flokka, sem knúið getur fram alþingiskosningar á þessum tímapunkti. Samfylkingin getur líka sagt upp samstarfi sínu við sjálfa meinsemdina, Sjálfstæðisflokkinn, og beitt sér fyrir myndun ríkisstjórnar sem grundvallaði stefnu sína jöfnuði og félagshyggju.

Það stendur semsé uppá Samfylkinguna að velja milli þess að svíkja kjósendur sína og lifa áfram þægilegum hækjulifnaði við hirð auðvaldsins, eða halda inná braut jafnaðarstefnu eins og flokkurinn var stofnaður til. Ykkar er að velja Samfylkingarfólk.   


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband