Leita í fréttum mbl.is

Frjálshyggjuhaughús Davíðs, Halldórs, Jóhönnu og Hannesar

Að framlengja kjarasamninga við þessar aðstæður sem nú eru uppi, þýðir á mannamáli, að samið verði um mikla kjaraskerðingu, sem harðast mun bitna á verkafólki. Semsé: að lagður verði frjálshyggjuskattur á launafólk til að mæta einhverjum af þeim búsifjum sem græðgisstóðið hefur valdið. Og því má aldrei gleyma að undir þessa hroðalegu peningageðsjúklinga hafa ríkisstjórnir síðustu 17 ára hlaðið undir sem mest þær hafa mátt og borið á höndum sér. 

Í fréttum RÚV áðað var haft eftir Davíð okkar Oddssyni, að honum þyki í alla staði eðlilegt kvótaætan, Þorsteinn Már Baldvinsson haldi áfram sem stjórnarformaður Glitnis. Er mönnum ekki sjálfrátt? Ekki einu sinni þegar allt er farið til Andskotans? Snýst leikurinn einungis um að bjarga auðvaldshyskinu uppúr haughúsinu sem frjálshyggja Davíðs, Halldórs, Jóhönnu Sigurðardóttur og Hannesar Hólmsteins leiddi það?

Nú er fyrst og fremst byltingar þörf - sósíalískrar byltingar. Allt tal um annað er ósvífinn krypplingsháttur andlegra auðnuleysingja. Og hananú.  


mbl.is Æskilegt að framlengja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Baldur...við erum búin að kjósa þessa menn aftur og aftur í embætti. Virðumst aldrei læra neitt af mistökum okkar. Þeim er alltaf fyrirgefið.

Skaz, 5.10.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Skotnir? Er ekki betra að fyrirgefa þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra? Mér finnst nú ekki alveg maklegt að draga Jóhönnu Sigurðardóttur í sama dilk og hina halana, þótt hún sé kannski ekki byltingarsinni frekar en þeir.

Vésteinn Valgarðsson, 6.10.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband