Leita í fréttum mbl.is

Skrifstofusjakalar ASÍ

feiturÞeir verða eflaust gáfulegir skrifstofusjakalarnir hjá ASÍ þegar þeir fara að leiða verkalýðinn útúr ,,óvissuástandinu" sem nú ríkir.

Nú er það svo, að skrifstofusjakalar ASÍ voru í reynd mikilir áhangendur frjálshyggjukapítalismans sem dó fyrir skemmstu úr bráðauppdráttarsýki. Aldrei heyrði ég hina vel launuðu patríarka ASÍ vara nokkurn mann við siðlausri hrægammapólitík sjálfstæðis- og krataflokka heimsins. Öðru nær. Þessum endemum var ljúfara að hamast við að græða öll sín mein á kapítalismanum en að berjast gegn aukinni stéttaskiptingu, óréttlæti og borgaralegri úrkynjun.

Því miður er ASÍ einungis skinin bein og skjátan ein og þar með óbrúklegt baráttutæki fyrir verkafólk og aðra láglaunahópa.

Það besta sem launafólk gæti gert fyrir sjálft sig væri að endurbyggja samtök sín frá grunni, án atbeina Gylfa Arnbjörnssonar, Skúla Thoroddsen og annarra skrifstofusjakala, að maður minnist nú ekki á Stjána í Keflavík og Bjössa á Akureyri. Verkafólk á Íslandi á annað og betra skilið en að hafa slíka blágrána á fóðrum.


mbl.is Aðgerðarstjórn ASÍ vegna efnahagsástandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband