Leita í fréttum mbl.is

Skammt stórra högga á milli

Heldur virðist vera að saxast á limi íslendinga í lyfjaframleiðslu. Í gær lét íslenska valdsstjórnin lögregluna ráðast á afkastamikið lyfjafyrirtæki í Hafnarfirði og loka því. Í dag berast fregnir af því að töflu- og mixtúrufirmað Aktavis sé til sölu.

Þetta er afar hryggilegt því lyfjaframleisla gefur vel í aðra hönd, en það er einmitt það sem íslendingar þurfa mest á að halda í augnablikinu.

Árásin á lyfjaverksmiðjuna í Hafanrfirði í gær var náttúrlega forkastanlegt athæfi. Þar fór vinnstaður sem skapaði miljóna, og aftur miljóna, verðmæti. Og þegar við bætis hugsanlegur útflutningur fyrirtækisins á afurðum sínum, verður málið mun alvarlegra. Eins og á stendur ætti gjaldeyrisskapandi iðnaður að vera friðhelgur að öllu leyti, og það ætti valdsstjórnin og lögreglan að vita. En sumum virðist því miður fyrirmunað að sjá sóma sinn á erfiðum stundum.

Ógæfu Íslands virðist verða allt að vopni þessa dagana.


mbl.is Segir Actavis hugsanlega til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki aðeins efnahagsmál, heldur líka öryggismál. Þarf ekki frekar að setja neyðarlög til að koma í veg fyrir að heilsufar landsmanna verði háð duttlungum erlendra aðila? Nógu súrt var að missa efnahaginn af svipuðum ástæðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband