Leita í fréttum mbl.is

Tvöfalt heimsmet

Það er eitt og annað sem gerist í henni veröld.

Fyrir nokkrum dögum síðan missti frjálshyggjan af sér allar spjarirnar á einu bretti og má nú una því að standa berrössuðu úti á víðavangi fyrir augliti heimsbyggðarinnar. Það er nú heldur en ekki sjón að sjá!

Og ekki er síðra að virða fyrir sér útrásarhænsnin, ófiðruð og stéllaus.

En skemmilegast er þó að horfa á stjónmálamennina, sem hleyptu frjálshyggjuminkunum út úr búrinu, og neita svo að segja af sér fyrir tiltækið. Þessháttar framgangsmáti er varla minna en tvöfalt heimsmet.


mbl.is Neyddi dreng til að fara í sturtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herra

Vá.

Sennilega versta tenging við frétt sem ég hef séð.

Herra, 17.10.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað áttu við með ,,tengingu" herra minn?

Jóhannes Ragnarsson, 17.10.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Herra

Tengingu við frétt, þarftu útskýringu á því?

Þegar maður skoðar fréttina sem þú tengdir þessa bloggfærslu við, "Neyddi dreng til að fara í sturtu", sem fjallar um dómsmál gegn baðverði, þá er hlekkur á bloggið þitt, sem fjallar um frjálshyggju og stjórnmálamenn o.þ.h., sem kemur fréttinni einstaklega lítið við.

Sem sagt:  Sennilega versta tenging við frétt sem ég hef séð.

 Skilurðu núna?

Herra, 19.10.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband