Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg Guðs blessun

Það skoðast sem mikil Guðs blessun að Ísland varð heimaskítsmát í kjörinu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Við losnum þá við að verða okkur til skammar á þeim vettvangi.

Úr því sem komið er þýðir ekki að harma aurana sem fóru í þessa einkennilegu hugdettu ráðamanna þjóðarinnar. Auðvaldið okkar er komið á hliðina hvort eð er, svo okkur munar ekki um nokkra tugi, eða hundruð, miljóna til eða frá úr því sem komið er.

Hinsvegar er það umhugsunarefni hvaða þjóðir voru svo nautheimskar að greiða Íslandi atkvæði öryggisráðskosningunni. Mér er næst að halda að umræddar þjóðir hafi verið að gera narr að okkur. Eða kosið Ísland með þí hugarfari, að fíflinu skuli á foraðið etja.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband