Leita í fréttum mbl.is

Hver misnotaði hvað?

Það væri áreiðanlega ágætt ef sérfræðingar í mannréttindamálum skoðuðu hvað athafnir íslenskra stjórnvalda og fjárglæframannanna síðustu árin hafa haft á mannréttindi hér á landi. Fyrir liggur úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótakerfið. En hvað með þá stöðu sem stjórnmálamenn og athafnaskáldin hafa komið þegnum landsins í? Þrengir hún ekki að almennum mannréttindum? Fólk er svipt eigum sínum; hneppt í skuldafjötra ævilangt, og svo framvegis, fyrir tilverknað ólánsmanna.

Það er ansi ódýrt, ef ekki blátt áfram afar óheiðarlegt, að efna síðan til opinberrar múgæsingar gegn bretum fyrir þá sök að bretar ákváðu að taka grunsamlegar íslenskar peningasjoppur úr umferð. Ég skil vel að bresk stjórnvöld hafi viljað stoppa þann hroða af á sem skemstum tíma og nota til þes lagaákvæði sem virka strax. Eða er ekki ljóst að íslendingar misnotuðu aðstöðu sína í Bretlandi og víðar á herfilegan hátt? Er raunhæft að ætlast til að tekið sé þessháttar glæfraliði með einhverjum gullbrydduðum silkihönskum? 


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband