Leita í fréttum mbl.is

Dagur skrifstofusjakalans

Þau gleðitíndi bárust íslenskri alþýðu, nú laust fyrir hádegi, að Gylfi Arnbjörnsson skrifstofusjakali og hagfræðingur hefði verið kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands.

Eftir því sem ég best veit, voru meðal mánaðarlaun Gylfa þessa, á síðasta ári krónur 865.000, sem samsvara nær sexföldum grunnlaunum verkamanns. Tekjur alþýðmannsins Gylfa voru þó ekki nema 717.515 krónur á mánuði árið 2006. Árið 2006 voru mánaðarlaun frú Ingibjargar R., mótframbjóðanda Gylfa í forsetakosningunni, krónur 720.559. Því miður hef ég engar upplýsingar um laun frú Ingibjargar árið 2007, en ég get mér þess til að þau hafi verið all sæmileg. Því er svo við að bæta, að Ingibjörg R. var kjörin varaforseti ASÍ eftir að hafa fallið fyrir hinum gráskeggjaða skrifstofusjakala.

Hitt er svo aftur annað mál, að raunveruleg alþýða á Íslandi vill ekkert hafa saman að sælda við forseta og varaforseta ASÍ. Alþýðan lætur sér nægja að borga þessu fólki laun í gegnum stéttarfélagsgjöld og spyr sig í leiðinni hvort þessum aurum sé virkilega vel varið; hvort það sé yfir höfuð viðunandi að viðhalda niðurlægingu verkalýðsstéttarinnar með því að fóðra og stríðala, skrifstofusjakala á borð við Gylfa Arnbjörnsson, Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, Kristján Gunnarsson úr Keflavík og Skúla Thoroddsen.

 


mbl.is Gylfi nýr forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég tók eftir því að hann fékk 166 atkvæði. Hvað eru aftur margir í ASÍ?

Rúnar Sveinbjörnsson, 24.10.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Samkvæmt heimasíðu ASÍ eru rúmlega 108 þúsund félagar í sambandinu.

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

dj. asni var ég að gefa ekki kost á mér, annars er ég nú stödd í Svíaríki, þar sem enginn má skyggja á annan mann, nema maður hafi blátt blóð í æðum.

Er að spekulera hvort ég geti ekki farið í litun, blóðlitun. Kannski að það sé nóg að drekka blátt blek.

Skelfilegt ef satt reynist að Hreiðar Már og Siggi Einars verði af starfslokalaunum sínum og þurfa kannski að éta úr nefinu á sér sem eftir er.

Hvað segir þú annars gott Jóhannes, ertu ekki sæmilega fjáður?  Áttir þú mikið af hlutabréftum í Glitni og Eimskipum.  Ég átti ekki eyri, þannig að ég fer bara býsna vel út úr kreppunni. 

Bið að heilsa á klakann og hefði komið í partýið ykkar, ef ég hefði bara verið á landinu.

Sjáumst síðar

imba La'Douche Von Halingdahl

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband