Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn á VR

Það hefur verið býsna athyglisvert, svo ekki sé meira sagt, hve forustulið ASÍ og landsambanda þess var, og er kanske enn, tilkippilegt og umburðarlynt gangnvart frjálshyggjupólitík og græðgisvæðingu síðustu ára. Í ljósi þess er svo sem ekkert undarlegt þótt einn, eða fleiri, úr þeirri foustusveit hafi anað eins og blindir hvolpar útí drullupytt hörmunganna. Það kemur heldur ekki á óvart að formanni VR hafi orðið fótaskortur í forarvilpu frjálshyggju og græðgi. Á síðasta ári hafði þessi væni verkalýðshöfðingi að meðaltali hátt í tvær milljónir króna í laun á mánuði, þ.e. tíföld eða fimmtánföld laun fjölmargra félgasmanna VR.

Þá er einnig vert að geta þess, að samkvæmt baktjalda- og samtryggingarpólitík stjórnmálaflokkanna innan ASÍ á Sjálfstæðisflokkurinn VR og Landsamband verslunarmanna. Í þessum apparötum hafa sjálfstæðismenn alla tíð ráðið lögum og lofum, átt formennina of sjálfsagt flesta stjórnarmenn.

 


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Tilhvers að blanda pólitík í alla hluti

Jón Snæbjörnsson, 7.11.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað áttu við, Jón?

Jóhannes Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband