Leita í fréttum mbl.is

Það vantar fleiri raddir í mótmælin

Í kvöld fer fram enn einn fundurinn þar sem ástandinu í þjóðfélaginu er mótmælt, í þetta sinn á skemmtstaðnum Nasa (eða Nösu, eg er ekki viss um hvernig nafn staðarins er fallbeygt). Það er greinilegt að vaxandi þungi er að færast mótmælin og vandséð að stjórnvöldum takist að standa þau af sér með sæmilegu móti nema um það bil fram að áramótum.

Þó verður að segjast eins og er, að það er einhver ráðaleysistónn í mótmælaaðgerðunum. Þau hafa enn sem komið er ekki komist neinn áþreifanalegann farveg; meira að segja eru markmið þeirra óþægilega óljós.

Og það vantar fleiri raddir í mótmælin. Frummælendur á fundunum hafa enda verið af furðu einhæfum toga. Háskólaborgarar, blaðamenn og rithöfundar hafa nær eingöngu haft orðið. Rödd róttæks verkafólks hefur ekki komist að og kanske ekki til þess ætlast. Á nasafundinum í kvöld eru t.d. tveir af fjórum frummælendum bókmenntafræðingar, einn stærðfræðingur og einn blaðamaður. Á laugardagsfundinum á Austurvelli um síðustu helgi var boðið uppá einn heimspeking og tvo rithöfunda. Þetta fyrirkomulag verður að breytast ef mótmælaaðgerðirnar eiga ekki að staðna og trénast upp. Þess vegna fer ég fram á við skipuleggjendur mótmælafundanna að kalla fram á sviðið verkafólk, sjómenn og iðnaðarmenn. Þessi mótmæli ganga aldrei upp fyrr en alþýðan í landinu fær að vera með af fullum myndugleik.    

 

 


mbl.is Troðfullt á fundi á Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ertu búinn að átta þig því Jói að þessar löggur sem telja eru alltaf með hendurnar í vösunum. Þess vegna kemur aldrei meira en 11 út út úr mómælendatölunni !!!

Haraldur Bjarnason, 17.11.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sjáum til, Sveinn.

Jóhannes Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst nú markmiðin alltaf að verða ljósari. Allir sem ábyrgir eru burt! Svo koma fleiri kröfur. En hitt er rétt það vantar í ræðustólinn fólk úr öðrum stéttum en menntamanna - sendu Davíð Stefánssyni öðrum skipuleggjendanna póst um það. Hann er hérna líka á blogginu: Yddarinn.

En kannski stafar það öðrum þræði af því hvað verkalýðssamtökin hafa staðið sig herfilega- einsog sjá má í samninguppkastinu. Kannski ætti að taka ASÍ á beinið næst? 

María Kristjánsdóttir, 18.11.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ágætt að byrja á að láta alla ábyrga, vanhæfa menn víkja. Gróskan er mikil í grasrótinni og margir hópar starfandi sem ræða stöðuna og velta fyrir sér lausnum. Einn þeirra er Rauður vettvangur, sem hittist einmitt í kvöld (þriðjudagskvöld) kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Látið það berast!

Vésteinn Valgarðsson, 18.11.2008 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband