Leita í fréttum mbl.is

Er Haaarde að ögra þjóðinni af yfirlögðu ráði?

,,Gjeir H. Haaarde forsætisráðherra segir, að allir hljóti að hugleiða með sjálfum sér hver þeirra ábyrgð er. Hann telur þó ekkert hafa komið fram sem kalli á pólitískar afsagnir."

Hvað er eiginlega að manninum? Er hann haldinn smafélagslegri blindu? Eða er hann að ögra þjóðinni af yfirlögðu ráði? Sér Gjeir Haaarde að pólitísk afglöp hans, Davíðs, Halldórs og fleiri, eru margfalt tilefni til afsagna? Hvað þarf mikið til að pólitískar afsagnir séu hugsanlegar að mati forsætisráðherra?

Og hvað merkir orðið ,,ábyrgð" í huga Gjeirs Haaarde? Ég get svo sem svarað því sjálfur: Orðið ábyrgð er gjörsamlega merkingarlaust hjá Gjeir og hans nótum. Verkamaður í fiskvinnslu ber mikið meiri ábyrgð í raun, en æðstu ráðamenn þjóðarinnar, svo mikið er víst. 

Með ofangreindum ummælum sínum hér að ofan, virðist forsætisráðherra vera að biðja um harðari viðbrögð gegn sér og sínu hafurtaski en orðið hafa. Og hann mun fá þau, og það óþvegin, ef hann biðst ekki lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt einhvern næstu daga.

 


mbl.is Ekkert kallar á afsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband