Leita í fréttum mbl.is

Komið að leiðarlokum

Það er komið kvöld í ævi ríkisstjórnar Gjeirs Haaardes og Ingibjargar Sólrúnar. Stundarglasið er að tæmast. Kossar á hlaðinu við Þingvallabæinn þornaðir; frjálshyggjukýrin blóðmjólkuð. Spillingin og afglöpin ein eftir á hrjóstrugum mel lyga og baktjaldapukurs.

Nú líður ekki sá dagur, að ekki komi nýjar fréttir af alskyns afglöpum stjórnvalda. Í morgun gerði Davíð Oddsson tilraun til að svifta hulunni af dug- og kæruleysi ríkisstjórnar Gjeirs Haaarde; karlinn kvaðst ítrekað og í langann tíma hafa varað ráðherra, Fjármálaeftirlitið og bankamenn við því að allt væri að fara til fjandans, en án árangurs. Það var ekki annað að skilja á málflutningi Davíðs, en það hafi verið einbeittur vilji umræddra aðila að láta allt fara til fjandans. Í kvöld birtist hægrikratahróið Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, í sjónvarpsfréttunum eins og draugur úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, gaf í skyn að Davíð væri pólitískur ódámur sem ætti að passa sig. Í sama fréttatíma kom fram að Gjeir Haaarde man ekki neitt eins og venjulega, nema það helst, að ríkisstjórnin hafi með glöðu geði gert allt sem Davíð hefur sagt henni að gera á umliðnum árum. Og í Kastljósi kvöldsins gaf að líta hvar samfylkingarþingmenn og ráðherrar hlupu aftur á bak og áfram um ganga eins og hjartveikir apakettir. 

Og svo var öllu lokið og leitinni var hætt

og líkin þau voru týnd en tjónin þau urðu ekki bætt.

Það skiptir ekki höfuðmáli þó það hafi komið til tals,

að helmingurinn var lýgi og svo afgangurinn fals.

                                 Höf. Megas

 


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Nei, það er komin hánótt í þessari ríkisstjórn. Stundaglasið löngu tómt, kossinn var Júdasarkoss og frjálshyggjukýrin löngu dauð og dragúldin. Þetta er búið sem betur fer. Það skiptir engu máli hvað tekur við, allt er betra en þessi dauðadans.

corvus corax, 18.11.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband