Leita í fréttum mbl.is

Ómerk orða sinna?

,,Báðir formenn ríkisstjórnarflokkanna neituðru því í gær að Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra FME, hefði verið skipulega haldið frá umfjöllun fjölmiðla á undanförnum vikum." (mbl.is)

Þessi kokhrausta yfirlýsing ríkisstjórnarforingjanna er sérdeilis undarleg í ljósi upplýsinga sem komu fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Í Kastljósinu var nefnileg skýrt frá því að hinn snjalli lautinant úr norska hernum, sem Gjeir og Ingibjörg réðu sér til halds og trausts þegar frjálshyggjan þeirra hrundi, hafi einmitt ráðlagt þeim að halda forstjóra FME algjörlega frá fjölmiðlum.

Sé það sem fram kom í Kastljósinu rétt, eru Gjeir og Ingibjörg, bæði tvö, orðin ómerk orða sinna. Ef það reynist rétt að þau hafi logið vísvitandi uppí opið geðið á þjóðinni, verða skötuhjúin að segja af sér undir eins.  

 


mbl.is Frammistaða FME ekki undirrót sameiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Veljast einungis ómerkingar i forystu í pólítík? Hvaða pólítíkus er heiðarlegur?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.11.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Dæmi um heiðarlegan stjórnmálamann er Ögmundur Jónasson. Um það verður varla deilt.

Jóhannes Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband