Leita í fréttum mbl.is

Ófyrirleitinn stjórnmálamaður og lítil kerling

Það fer ekki á milli mála að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er mjög ófyrirleitinn stjórnmálamaður og að sama skapi lítil kerling. Það sem haft er eftir henni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag er þess eðlis að allir ærlegir vinstrisinnar Samfylkingarinnar hljóta að standa upp og krefjast afsagnar hennar eða segja sig úr flokknum.

Þvættingurinn sem frú Ingibjörg lét eftir sér að demba yfir flokkssystkyni sín á umræddum fundi er sorglegt dæmi um einstakling sem er samdauna því valdakerfi sem ríkt hefur áratugum saman.

Ingibjörg Sórún er afar ánægð með að Ísland sé komið á klafa Alþjóðagjaldeyissjóðsins. Hún er ekki síður ánægð með fólkið sem mætir á Austurvöll helgi eftir helgi til að mótmæla henni sjálfri, Gjeir vini hennar, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Svo bætir þessi litla kerling því við að Samfylkingin eigi sér rætur í ,,lýðræðishefð!" Þvílíkt orðagjálfur, þvílík öfugmæli, þvílík hræsni og hroki. 

Maður skyldi ætla að flokkur sem á sér rætur í lýðræðishefð vildi ólmur fara að kröfu fólksins í landinu um kosningar strax. En ... ónei ... Ingibjörg hin lýðræðissinnaða vill ekki kosningar á næstunni. Hún kýs að hlusta ekki á þjóð sína, til þess eru henni völdin og samveran með auðvaldinu of kær. Henni hugnast ekki að því að lýðurinn ráði, - er það nú öll lýðræðishefðin í Samfylkingunni, eða hvað?

Skilur frú Ingibjörg, og Samfylkingin hennar, ekki að fólkið í landinu kærir sig ekki um að núverandi ríkisstjórn leiki sér lengur í rústunum? Fólkið treystir henni ekki fyrir næsta húshorn, hvað þá lengra.

En eftir vill síast einhver skilningur innfyrir höfuðskeljarnar á Frú Ingibjörgu og Herra Haaarde, þegar lýðurinn, sem þau hlusta ekki á, kemur í heimsókn til þeirra einhvern daginn og fleygir þeim öfugum út úr stjórnarráðinu með berum höndum.  

 


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill; æfinlega, Snæfellingur góður !

Heyr; fyrir hverju orða þinna !

Með baráttukveðjum, vestur undir Enni /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband