Leita í fréttum mbl.is

Hýenur og nagdýraplágur

Árásin á RÚV er að sjálfsögðu hluti af langtíma aðgerðaáætlun Sjálfstæðisflokksins í anda frjálshyggjunnar. Nú kann einhver að ætla að með hruni títtnefndar frjálshyggju væru aðgerðir áhangenda þeirrar stefnu úr sögunni. En það er öðru nær, talsmenn græðgisvæðingar, fjármálaglæpamennsku og peningageðsýki eru hvergi nærri hættir; þeir eru á sveimi, eins og soltnar hýenur, kringum efnahagsrústirnar sem þeir skópu með framferði sínu; þeir naga rætur velferðar- mennta- og heilbrigðiskerfis látlaust eins og rottufaraldur; þeir reyna af fremsta megni að sá talíbönskum ómennskufræjum hugsjóna sinna hvar sem þeir geta því við komið og svífast einskis í þeim efnum.

Þegar því er haldið fram að mótmæli og reiði almennings síðustu vikur beinist eingöngu að ríkisstjórn, seðlabanka, fjármálaeftirliti og bankastjórum, er það mikill misskilningur. Reiði almennings og mótmæli beinast ekki hvað síst af þeirri hugmyndafræði sem komið hefur öllu í kalda kol hér á landi og öllu því hyski sem að henni standa.

Fólkið vill ekki bara ríkisstjórnina og Davíð burt - það vill alsherjarhreingerningu, þar sem óþrifum eins og Páli útvarpsstjóra, prófessor Hannesi Hólmsteini og öðrum slíkum verði sópað beinustu leið útí hafsauga. 


mbl.is Óréttlætanleg ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband