Leita í fréttum mbl.is

Stórbóndinn og hundar hans

Á síðustu öld var uppi stórbóndi, sem frægur var víða um sýslur fyrir auðvaldshneigð og hrokabelging. Þessi merki stórbóndi, sem einnig var oddviti og hreppstjóri sinnar sveitar, vílaði ekki fyrir sér að siga hundum sínum blóðgrimmum á alla þá gesti sem að garði bar, sem að hans mati voru ekki af nægilega háu standi. Til dæmis var til þess tekið þegar hundar oddvitans rifu fátæka barnmarga ekkju hér um bil á hol þegar hún ætlaði að leita ásjár hjá oddvitanum.

En þegar betri bændur, prestar, sýslumenn og þingmenn, sem sannarlega voru hugsjónabræður hins mikla bændahöfingja, voru á ferð, brá svo við, að karlinni lokaði hunda sína inni, alla með tölu. Og í stað argvítugra rakka setti hann upp sérvalinn fleðusvip og bauð hinum tignu gestum inn að ganga.

Af þessari litlu dæmisögu má ráða, að bóndinn að Bessastöðum er sem betur fer öllu skárri heim að sækja en íslenski bústólpinn, sem greint er frá hér að ofan.


mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Við skulum bara vona að útrásarhyskið verði ekki með óbragð í munninum yfir jólasteikinni. Það yrði áreiðanlega sorglegt fyrir svo góða auðvaldsbelgi að lenda í slíku á aðfangadagskvöld.

Jóhannes Ragnarsson, 22.12.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband