Leita í fréttum mbl.is

Verkalýðshreyfing í gíslingu óæskilegra afla

Við skulum ekki ganga að því gruflandi að VR er fyrst og fremst hluti af valdabatteríi Sjálfstæðisflokksins og þar af leiðandi alls óskylt öllu sem heitir verkalýðsbarátta, hvað þá stéttarbarátta. Það er því mjög mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að glata ekki því kverkataki sem hann hefur á verkalýðshreyfingunni gegnum VR.

Auðvitað er nauðsynlegt að koma stjórn VR frá. En það á líka við stjórnir fjölmargra annarra stéttarfélaga. Það er því miður staðreynd, að hin almenna verkalýðshreyfing er í harðri gíslingu tiltölulega lítils hóps fólks sem er samdauna valdaklíkunni í landinu, fólks sem spilaði ræla og valsa á fiðlur meðan frjálshyggjueldarnir brunnu. Og eftir að frjálshyggjukapítalismin hrundi ofan í þann skítapytt sem hann var byggður yfir hafa verkalýðsforingjarnir þagað eins og klumsa merar. Ekki hafa þessir delar slegist í hópinn með fólkinu sem krefst uppgjörs við gjörspillta burgeisstétt og vill byggja upp nýtt þjóðfélag í anda jöfnuðar og heiðarleika. Nei, Gylfi Arnbörnsson og Gunnar Páll Pálsson hafa verið víðsfjarri þeim vettvangi, enda er þeim þjónkun við ríkjandi vald auðs og ójöfnuðar kærara en að fylkja liði með alþýðu manna.

Í öllu því umróti sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir hljóta böndin fyrr eða síðar berast að verkalýðshreyfingunni. Þar verður að hreinsa út svo um munar; frelsa hreyfingu launafólks úr gíslingu hugsjónalausra varðhundum vissra stjórnmálaflokka og þess sem þeir standa fyrir.

Það verður að hefja baráttu fyrir Frjálsri Verkalýðshreyfingu samhliða baráttunni gegn gjörspilltu ríkisvaldi, stjórnmálaflokkum og peningageðsjúklingum.

 


mbl.is Stjórn VR langþreytt á rangfærslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er í sjálfu sér allt hárrétt hjá þér Jóhannes. Sýnu verst er staðan í þessu félagi sem ég er ekki í og vil ekki nefna. Þegar félag komst inn í ASÍ breyttist sambandið algjörlega og fyrrum formaður þess Guðmundur H Garðarsson talaði máli atvinnurekenda enda í stjórnunar störfum hja frystihúseigendum.

Ég var t.d. alltaf alveg viss uma að allt það sem gerðist í miðstjórn ASÍ hafi lekið til atvinnurekenda.

Það dugir alveg að skoða allar framboðsreglur í fjölmörgum félögum ASÍ að þar er ekki nokkur leið að kjósa gegn formanni eð stjórn félaganna. Svo eru þeir valdaðir.

Enda hefur ekki verið nein eðlileg endurnýjub í forystuliði þessara samtaka áratugum saman.

Kristbjörn Árnason, 4.1.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er í sjálfu sér allt hárrétt hjá þér Jóhannes. Sýnu verst er þó staðan í þessu félagi sem ég vil ekki nefna. Þegar þetta félag komst inn í ASÍ 1958 varð eðlisbreyting  breyttist á sambandinu  og fyrrum formaður þess Guðmundur H Garðarsson talaði máli atvinnurekenda á fundum þess ásamt Pétri Sigurðssyni og þeir eyðulögðu allar eðlilegar umræður og eiga stóran þ´tt í því að við sitjum uppi með handónýtt lífeyrissjóðakerfi.  Enda var Guðmundur í stjórnunar störfum hja frystihúseigendum og pétur á þingi.

Ég var t.d. alltaf alveg viss uma að allt það sem gerðist í miðstjórn ASÍ hafi lekið til atvinnurekenda.

Það dugir alveg að skoða allar framboðsreglur í fjölmörgum félögum ASÍ að þar er ekki nokkur leið að kjósa gegn formanni eð stjórn félaganna. Svo eru þeir valdaðir.

Enda hefur ekki verið nein eðlileg endurnýjub í forystuliði þessara samtaka áratugum saman.

Kristbjörn Árnason, 4.1.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er satt hjá þér Sveinn, þar eiga þeir ekki heima eða þannig. Þá er spurningin. Í hvað félögum eiga þeira að vera sem eru íhaldsmenn?

Kristbjörn Árnason, 4.1.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Reynir Andri

Kristbjörn, íhaldið á hvergi heima í verkalýðsstéttinni. Þeir eiga heima hjá Hannesi.

Reynir Andri, 4.1.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband