Leita í fréttum mbl.is

Þegar Gunnólfur skipstjóri var rassskelltur af sínum eigin hásetum

Mörgum er enn í fersku minni sá annálað útgerðarmaður og skipstjóri, Gunnólfur Gunnólfsson, sem þekktur var um allt land á sinni tíð sökum óvenju lítilla hæfileika við að fanga fisk í veiðarfæri. Hásetum Gunnólf líkaði að vonum stórilla við stöðugann aflabrest vertíð eftir vertíð. Svo var það einhverju sinni, þegar vertarvertíð stóð sem hæst, að hásetarnir gripu Gunnólf skipstjóra þegar hann var að klöngrast um borð í róður og rassskelltu hann eins og hvert annað krakkaskrípi eða hund og sögðu honum að andskotast í land, hann væri hvort eð er búinn að eyðileggja vertíðina fyrir þeim. Að svo búnu köstuðu hásetarnir skipstjóranum upp á bryggju og réru skipstjóralausir það sem eftir lifði vertíðar og farnaðist vel.
mbl.is 90 manns fyrir utan Sólvang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þyrfti ef til vill að rassskella fleiri ráðamenn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hef heyrt að dulnefnið Gunnólfur Gunnólfsson sé í raun Geir Hilmar Haarde!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.1.2009 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband