Leita í fréttum mbl.is

Viðeigandi minnisvarðar, krunk í hröfnum og hvæs drauga

Hálfköruð byggingarafrek eru mjög viðeigandi minnisvarðar um heimsku og græðgi hinnar úrkynjuðu kapítalísku valdastéttar á Íslandi sem komin er að fótum fram. Mest töfrandi í þeim flokki er sönghöllinn mikla við Reykjavíkurhöfn þar sem krunk í hröfnum og hvæs drauga verða ein sungin um alla eilífð, ef að líkum lætur.
mbl.is Táknmynd góðæris eða kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jói, hrafnar og Kári þurfa stundum að brýna raustina. Það er sá söngur sem við höfum búið við alla tíð og ekkert að því að þessar hljómmiklu raddir fái notið sín í sérhannaðri byggingu við sjávarsíðuna.

Þórbergur Torfason, 16.1.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Við verðum að skilja einhvern þessara minnisvarða eftir í núverandi ástandi um ókomna framtíð, seinni kynslóðum til viðvörunar. Tónlistarhúsið er sennilega best fallið til þess.

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég legg til að "Sönghöllin" í Reykjavíkurhöfn verði seld á sömu kjörum og á svipuðu verði og síldarverksmiðjan í Djúpuvík hér um árið.

Einu skilmálarnir verði þeir að húsið standi næstu 25 ár óhreyft eins og það er í dag.

Verði þetta gert kapítalista fíflum til háðungar og öðrum svipuðum fávitum til aðvörunar.

Að 25 árum liðnum leysi ríkið bygginguna til sín og breyti henni "Síldarsöltunnarstöð ríkisins ohf".

Þér að segja !

Níels A. Ársælsson., 16.1.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband