Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin vill ekki sáttmála við Gjeir og Ingibjörgu

KizzSkúli Helgason framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin verði að gera nýjan sáttmála við þjóðina með uppstokkun í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu ásamt breytingum á ríkisstjórninni.

Látum nú vera hvað hinum ljóngáfaða jabbnaðarmanni Skúla Helgasyni framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar dettur í hug.

Hinsvegar hefur þjóðin akkúrat engann áhuga á að gera sáttmála af neinu tagi við núverandi ríkisstjórn. Þjóðin vill þessi endemi burt með húð og héri og vonast til að sjá þau aldrei meir.

Fásinna í hrossalækningadúr eins og framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar fimbulfambar um er kostulegt innlegg. Þjóðin frábiður sér slíkar sjónhverfingar.


mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Að þessu fólki skuli detta það í hug að það sé inni í myndinni að við viljum þau áfram...Við viljum breytingarnar en ekki þetta fólk. Nýtt fólk og nýja hugmyndafræði.

...guð hjálpi þeim að veruleikatengjast sem fyrst.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 22:46

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Viljum við sökkva ríkisstjórninni niður á 2000 faðma? ...

Jóhannes Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband