Leita í fréttum mbl.is

Björn ætti að biðjast afsökunar á ummælum sínum

polÞað má Björn Bjarnason eiga, að maður velkist ekki neinum vafa hvar maður hefur hann. Í þeim efnum mættu aðrir stjónmálamenn taka hann sér til fyrirmyndar, burtséð frá skoðunum karlsins yfirleitt.

Hinsvegar er það rangt hjá Birni að gagnrýni á einstök atriði í framgöngu lögreglunnar sé það sama og að veitast að lögreglunni. Eiginlega er það dóms- og kirkjumálaráðherra til heilmikillar skammar stilla hlutunum svona upp, og ber dómgreind hans ekki beinlínis fagurt vitni. Sannast sagna ætti Björn Bjarnason að biðja hlutaðeigandi alþingismenn afsökunar á ruglinu í sér.

Nú er um að gera að reka flótta auðvaldsaflanna af skynsemi og festu.

Fullnaðarsigur er í sjónmáli.

Byltingin lifi !!!!!

 


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er bara ánægð yfir því að Björn Bjarnason haldi áfram að vera fífl.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

BB er ekki fífl, því miður. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Sem slíkur er hann stórhættulegur lýðræðinu.

Björgvin R. Leifsson, 25.1.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hefur aldrei hvarflað að mér að Björn Bjarnason sé lýðræðissinni, þvert á móti er hann auðvaldssinni af hreinustu tegund, en þessháttar fyrirbrigði eiga fátt skylt við lýðræði.

Jóhannes Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband