Leita í fréttum mbl.is

Bylting fólksins sigraði - Ríkisstjórnin féll.

flaggútÞað skiptir engu máli hvort málefnaágreiningur milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var meiri eða minni. Það sem skipti máli var að almenningur í landinu vildi hvorki sjá né heyra ríkisstjórn þessara flokka stundinni lengur. En það mikilvægasta og gleðilegasta í öllu ferlinu var, að það var þessi sami almenningur kvað ríkisstjórnina niður með samtakamætti sínum og sparkaði íhaldinu út.

Dagurinn í dag er sannarlega gleðidagur. Bylting fólksins sigraði og  ríkisstjórnin féll. 

En baráttunni er þar með ekki lokið. Næsta verkefni er að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komi nærri nokkurri ríkisstjórn í framtíðinni. Syndalisti þessara óþurftarsamtaka er langur og ljótur og það mun taka sinn tíma að laga til á öllum sviðum þjóðlífins eftir djöfulgang og óhugnarlega spillingu síðustu tvo áratugna.

Til hamingju Íslendingar.

Fylgjum byltingunni eftir af fullri einurð.

Lifi byltingin !!!!! 


mbl.is Ekki málefnaágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband