Leita í fréttum mbl.is

Hannes Hólmstein af launaskrá ríkisins strax

Hannes og miltonEitt af fyrstu smáverkum næstu ríkisstjórnar verður, fyrir utan að fjarlægja Davíð Oddsson úr Seðlabankanum, að sjálfsögðu að taka nýfrjálshyggjupödduna Hannes Hólmstein Gissurarson af launaskrá ríkissins. Þessi sérkennilegi, en stórhættulegi, hugsuður er búinn að vera helst til lengi á framfærslu skattborgrana og það væri fullkomin móðgun við þjóðina ef slíkur kóni fær krónu meir úr ríkiskassanum.

Burt með ójafnaðar og spillingardraslið - út í hafsauga með það eins fljótt og auðið er.

Lifi byltingin !!!!!


mbl.is Ásaka hvert annað um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Ég er forvitinn: Hvaða lausnir líst þér betur á?

Sósíalisma? Kommúnisma? Eða ríkisrekið samfélag að hætti Norðurlanda?

Byltingarsinnar og harðir vinstrimenn verða að útskýra hvað þeir vilja í staðinn fyrir það kerfi sem þeir vilja rífa niður.

Maður rekur ekki þjóðfélag á eintómri reiði og slagorðum.

Ég ætla ekki að leggja dóm á skoðanir þínar út frá þessu bloggi þínu, sem mér finnst geysilega ofstopafullt og ruglingslegt, en þætti áhugavert að heyra hversu skýra sýn þú hefur á uppbyggingu landsins, fyrst þú hefur svona skýra sýn á hvað er að landinu.

Þórarinn Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fyrir það fyrsta er ,,kerfið" á Íslandi hrunið, Þórarinn.

Hvað er ruglingslegt við að taka Hannes Hólmstein af launaskrá ríkisins?

Að sjálfsögðu er ég sósíalisti, nema hvað. Ég get t.d. auðveldlega tekið undir orð Þórbergs Þórðarsonar: ,,Ég er ekki aðeins sósíaldemókrat. Ég er ekki heldur aðeins kommúnisti. Ég er bæði kommúnisti og sósíaldemókrat."

Sáttur?

Jóhannes Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nú er kapitalisminn dauður, nokkrum árum á eftir kommúnismanum.

LENGI LIFI SOSIALDEMOKRATINN! sem þýðir jafnaðarmennska.

Jóhannes, erum við ekki glöð í dag.

Auðvitað á að reka HHG, DO og marga fleiri.  Og engva helvítis starfslokasamninga. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.1.2009 kl. 19:24

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jú, við erum áreiðanlega ögn glaðari í dag en endranær. Þó það nú væri.

Annars er ég þeirrar skoðunar að jafnaðarmenn, hvort heldur þeir kalla sig kommúnista,sósíalista eða sósíaldemokrata, eigi ævinlega að vinna saman, þó svo að þeir séu í fleiri en einum flokki. Ég lít t.d. á asnastökk Samfylkingarinnar í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, sem einhverskonar óútskýranlegan karakterbrest sem erfitt er að skilja.

En samfélag HHG&DO á að sjálfsögðu að aftengja á öllum vígstöðvum. Þessháttar alræðisselkapur er best geymdur á sögubókum sem víti til varnaðar.

Jóhannes Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vinstri mönnum mun aldrei farnast vel nema að þeir taki höndum saman. 

Við eigum að sameinast um það sem skiptir mestu.

Velferðarkerfið og eyða þeim mun sem eyða má.

Við getum aldrei eytt þeim mun sem er á milli karla og kvenna, en við þurfum ekki að mismuna þeim.

Sumir eru duglegir og aðrir miður duglegir, eins og það að við erum falleg og aðrir eru miður fallegir.

Jóhannes við skulum bara deila gögnum okkar og gæðum með öðrum Evrópubúum og hætta að einblína á Ameríku.  Þá mun okkur farnast vel. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.1.2009 kl. 20:59

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú er þó ekki orðin ESB-taglhnýtingur Ingibjörg? ESB á bara ekkert skylt við jafnaðarstefnu af neinu tagi. En jarðarbúar eiga að deila gögnum og gæðum í sameiningu og gefa skít í auðvaldsblokkir eins og ESB og USA.

Ójá, Sveinn Elías, auðvaldsskítakerfið hjá okkur féll um sjálft sig eins og moldfullur prestur við jólaguðsþjónustu.

Jóhannes Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 21:12

7 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Hugsjónir ykkar eru göfugar og gildar, en ég er ósammála ykkur um bestu og hröðustu leiðina til að þjóna þeim.

Okkur tekst aldrei að útrýma fátækt án þess að skapa verðmæti, til þess dugir ekki að dreifa auðnum. Kannski er það einn helsti munurinn á aðferðafræði vinstri og hægri manna, vinstrimenn einbeita sér að hvernig auðurinn dreifist en hægrimenn að því hvernig hann er framleiddur.

Ég var harður vinstrimaður í gamla daga, og er að stóru leyti alinn upp af ömmu minni, góðum og gildum gamaldags Reykjavíkurkomma sem tók þátt í Natómótmælunum á Austurvelli, svo ég veit alveg hvað þið eruð að fara.

Það eina sem ég vil koma á framfæri er að allir frjálshyggjumenn sem ég þekki fylgja skoðunum sínum af sömu ástæðum og þið, munurinn liggur í aðferðafræðinni.

Ég er frjálshyggjumaður af því ég vil útrýma fátækt, eins fáránlega og það kann að hljóma í ykkar eyrum :P

Þórarinn Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 00:10

8 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Frjálshyggja er hvorki við lýði á Ítalíu né á Indlandi. Bæði ríkin eru sliguð af skriffinskubáknum og kraftlitlum einkageira.

Við getum til dæmis nefnt A-Asíuríki eins og Japan eða S-Kóreu, sem tóku alþjóðavæðingunni og frjálshyggjunni opnum örmum, allavega að miklu leyti.

Þessi lönd stukku úr fátækt í vestræn lífskjör á nokkrum áratugum, ólíkt Indlandi sem hefur fylgt vinstrisinnaðri stefnu en þessi ríki alla tíð.

Þórarinn Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband