Leita í fréttum mbl.is

Hysterískir auðnuleysingjar

Alveg er dásamlegt að fylgjast með skrifum áhangenda Davíðs Oddssonar þessa dagana, undirlægjuhættinum, heimskunni og hræsninni sem þessir auðnuleysingjar virðast búa yfir í ríkum mæli. Að reyna að efna til hysterískrar samúðar með Davíð Oddssyni er þar á ofan ósvífni af síðustu sort. Hver var það annars sem stóð í fylkingarbrjósti við að ryðja frjálshyggjubrautina, sem kom landinu á vonarvöl? Var það ekki þessi brjóstumkennanlegi Davíð, með Hannes Hólmstein og Halldór Ásgrímsson sér við hlið? Mig minnir það. Það getur varla verið að vitibornu fólki sé alvara með því að skaðvaldurinn Davíð Oddsson eigi að sitja eins og ekkert hafi í skorist í Seðlabankanum.

 

 


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það setur að manni hroll að sjá fólk styðja DO... það gera bara frávita hjarðdýr sem geta ekki hugsað sjálfstætt... svona eins og bókstafstrúarfólk

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:32

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hysterískir auðnuleysingjar! Og ég sem hélt að þú værir að lýsa Regnbogahópnum hans Harðar Torfa! En ég vitlaus!

Flosi Kristjánsson, 9.2.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það er löngu kominn tími á Dabba karlinn. Hann hefur bara ekki uppgötvað það enn.

Þráinn Jökull Elísson, 9.2.2009 kl. 09:57

4 Smámynd: Hlédís

Sveinn litli gerði Boggu gömlu blinda

á báðum augum, strákanganum leiddist

og rak í augu henni hrífutinda.

Þið hefðuð átt að sjá hve kelling reiddist!

Þessi ameríski 'húsgangur' á ekki beint við hér - nema hvað þjóðarkellingingin er orðin soldið sona pirruð út í afleiðingar af valdabrölti DO og kó!

Hlédís, 9.2.2009 kl. 10:11

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér finnst amríski húsgangurinn um viðskipti Sveins litla og Boggu gömlu eiga ágætlega vel við í þessu sambandi.

Jóhannes Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband