Leita í fréttum mbl.is

Ég fer í framboð

dsc00066_jpg.jpgHér með lýsi ég því yfir að ég hef ákveðið að fara í framboð til alþingiskosninganna sem fyrirhugaðar eru í vor. Á síðustu mánuðum og misserum hefur fjöld fólks komið að máli við mig eða haft samband við mig eftir öðrum leiðum og skorað á mig að sækjast eftir kjöri til Alþingis. Að þaulhugsuðu og yfirveguðu ráði hef ég ákveðið að verða við óskum alls þess góða fólks sem hvatt hefur mig til framboðs.

Því miður, verð ég að segja, þá hef ég engann stjórnmálaflokk í takinu til að bjóða mig fram fyrir. Og það sem verra er: enginn stórnmálaflokkur hefur minnsta áhuga á fá mig í framboð fyrir sig, hvernig sem á því kann að standa.

Ástæðan fyrir því að ég vel þessa frétt mbl.is um umræðu á Alþingi utan dagskrár á morgun, um uppbyggingu álvers einhversstaðar fyrir norðan, til að tilkynna framboð mitt, er sú að ég geri fastlega ráð fyrir að þessi ákvörðun mín verði mjög til umræðu í fyrirhugaðri utandagskrárumræðu.

Framboð mitt er eingöngu bundið við 1-3 sæti framboðslista, neðar fer ég að sjálfsögðu ekki.

Myndin af mér hér að ofan var tekin þegar ég var í óðaönn að brytja niður og kryfja til mergjar einn baneitraðan smákapítalista sem haldinn var ólæknandi hannesarheilkenni.


mbl.is Tekist verður á um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jæja Jói svona er nú komið fyrir okkur fleirum, alla langar en enginn vill þiggja. Held reyndar að betra sé að standa fyrir utan og berja búsáhöld ef í harðbakkann slær. Gangi þér samt vel að finna fjölina þína. Ég bendi þér á að það er mjög fátæklegt um að litast hjá íhaldinu hjá ykkur. Er ekki lag þar?

Varðandi lýsingu Þuríðar hér á undan hjá þér! Ég verð að taka undir með Nilla, fylgstu nú grannt með núverandi stjórnarandstöðu og leggðu síðan mat á burði liðsins. Ég hef fyrir satt að þarna fari einn alduglegasti þingmaður landsins enda tók hún við stóru skrifborði og miklum gögnum frá Hjörleifi. Þar fór mikill vinnuþjarkur og þurfti annan eins til að taka við.

Þórbergur Torfason, 10.2.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Helvíti góð mynd af mínum gamel kamerat !

Til hamingju með þessa ákvörðun en verst er þó að engin er flokkurinn.

En sjáðu þetta af gefnu tilefni;

http://vald.org/greinar/090126.html

Níels A. Ársælsson., 10.2.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið held ég að hún Kolla sofi illa í nótt.

En það er vissulega gaman að sjá að Sjálfstæðismenn hafa frjótt ímyndunarafl þegar kemur að uppbyggingu atvinnulífsins!

Mér dettur í hug gamli bóndinn úr "Suður-Landeyjunum ( tilbúin persóna sem hringdi ævinlega í einhvern spjallþátt á Gufunni í den.) Og talið barst að því hvaða lag hann legði til að við sendum í Júróvísjón. Hann svarið því þannig að honum hefði alltaf þótt Gleðbankinn nógu góður. Og hann taldi að ekki hefði verið fullreynt með það lag.

Þetta er svona álíka með Sjallana og álverin. Hugmyndaflugið nær einfaldlega ekki lengra.

Árni Gunnarsson, 10.2.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband