Leita í fréttum mbl.is

Stjörnusýslumaðurinn Stones láti kné fylgja kviði

jagger og óliÞað er varla að maður trúi því að það ríki vargöld með tilheyrandi ofbeldi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, svo að segja onaní hálsmálinu á stjörnusýslumanninum Stones, sem er eitt hið ágætasta yfirvald hér á landi. En það mátti svosem búast við slíkum býsnum; erfðagen þeirra Njálssona frá Begþóhváli, Gunnars á Hlíðarenda og Sigurðar Gottvinssonar hafa löngum verið sterk á Suðurlandi og skjóta fyrirvaralaust upp kollinum af slíkum fítonskrafti að jafnvel vöskustu yfirvöld fá ekki við ráðið.

En þegar þvílík vá ber að dyrum menntaverksmiðju sem hefur með höndum að verka unglingskvikindi uppí nýtilegt fólk, verður að bregðast við á viðeigandi hátt. Ég geri ráð fyrir stjörnusýslumaðurinn Stones muni láta höndur standa vel fram úr ermum og láti kné fylgja kviði og ráðist með alvæpni, ásamt hersveit sinni, til inngöngu í Fjölbrautaskóla Suðurlands og svæli alla ofbeldismelrakka, sem þar hafast við, út úr húsi og reki þá til fjalla eins og sauðpéning á afrétt.


mbl.is Ráðist með grjóti á 16 ára pilt í FSu á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ef hann má vera að því vegna anna við að sekta unga ökumenn fyrir að henda hálfétnum pilsum út um bílglugga, þá ætti hann allavega að geta notað mannskapinn sem hann ætlaði að láta handtaka alla skuldara suðurlands, til að hreinsa til í kringum sig.

Hlynur Jón Michelsen, 21.2.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann gerir ekkert karlinn, nema það komi honum í viðtal einhversstaðar. Hélt reyndar að þetta væri svoleiðis mál...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.2.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband