Leita í fréttum mbl.is

Sjóræningjar ræna íslenskri fiskveiðiauðlind.

monni2.jpgÁ sama hátt og fréttamiðillinn mbl.is segir frá sjóráni á Adenflóa undir fyrirsögninni ,,Sjóræningjar ræna grísku skip" gætu erlendir fréttamiðlar birt frétt um íslenska kvótakerfið undir fyrirsögninni ,,Sjóræningjar ræna íslenskri fiskveiðiauðlind." Í umfjöllun hinna erlendu fjölmiðla yrði sagt frá því hvernig auðvaldsmafían á Íslandi fór að því, með fulltingi rótspilltra stjórnmálamanna, að ræna gjörvallri fiskveiðiauðlindinni frá þjóðinni á einkar ruddafenginn hátt og skilið byggðarlög allt umhverfis landið eftir í sárum. Þá mun í slíkri erlendri umfjöllun verða sagt á skýran og skilmerkilegan hátt frá því hvernig ræningjarnir gerðu aflaheimildir að verðmætum sem þeir veðsettu uppfyrir öll rjáfur og hverning þeir komu sér upp leiguliðastétt til að veiða fyrir sig meðan þeir stunduðu fjárglæfrar og flottræfilshátt. Og eflaust verða hinir erlendu fréttamenn vísir til, ef til kæmi, að segja frá kerfisbundnum framhjálöndunum sem farið hafa fram og velþóknun stjórnvalda á slíkri framtakssemi. 

En vel á minnst: Hvað hefur orðið um peningana sem til hafa orðið vegna umræddra framhjálandanna; varla ber mikið á þeim í bókhaldi fyrirtækjanna?


mbl.is Sjóræningjar ræna grísku skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband