Leita í fréttum mbl.is

Alfreð, Finnur, Óli og Halldór siga hvolpum sínum á ríkisstjórnina

Það er eitthvað óviðkunnanlegt, að ég ekki segi óhugnanlegt, þegar hvolpum gömlu Framsóknarmaddömunnar er sigað með ýlfri og gelti útum bakdyrnar á fjósinu. Ekki þarf að efa að það eru eðalhúskarlarnir í hinu niðurnídda koti sem leyfa hvolpunum að gelta því ekki hafa enn borist spurnir af því að Alfreð, Finni Ingólfs, Samskipa-Óla og Halldóri Ásgríms hafi verið fleygt í fjóshauginn.
mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

haha, skáldlegt. Ef geltið snýst um að fara af stað með aðgerðir til hjálpar fjölskyldum og fyrirtækjum af hverju er það óviðkunnanlegt?

Jón Finnbogason, 22.2.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Jóhannes minn, svona rugludallsháttur er nú ekki einu sinni fyndinn, og þér tæpast sæmandi. Þú verður að gera betur, ef einhver á að taka þig alvarlega!!! Fólk meltir ekki  svona orðskrúð lengur. Halda mætti að þetta væri úr ræðu fluttri í stuttbuxnaklúbbi Íhaldsins!!!

Stefán Lárus Pálsson, 22.2.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svonasvona Stefán góður, ekki var það ég sem sigaði helvískum hvolpunum úti loftið.

En reyndar flutti ég heila ræðu nýlega í valinkunnum saumaklúbbi einmitt um sama mál. Ég þarf víst ekki að taka fram, að ræðunni var firnavel tekið og hún fór enn betur í meltingarfæri viðstaddra.

Jóhannes Ragnarsson, 22.2.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Já það hlaut að vera, uppistandari í saumaklúbbi, ég biðst forláts, ég hélt að þú værir að tala um pólitík líðandi stundar!

Stefán Lárus Pálsson, 22.2.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þegar talað er um pólitík líðandi stundar rúmast hið hljómfagra orð ,,Framsóknarflokkurinn" ekki innan þeirrar orðræðu. Og ég get trúað ykkur fyrir því, lesendur góðir, að þegar fram líða stundir verður hugtakið ,,framsóknarmennska" notað sem safnheiti yfir alskonar ófétislega hluti eins og einkavinavæðingu, spillingu, fjárplógs- og fjárglæfrastarfsemi, efnahagshrun, þjóðagjaldþrot og fleira krassandi í þeim dúr.

Jóhannes Ragnarsson, 22.2.2009 kl. 21:52

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hefurðu einhver rök fyrir þér í þessum skrifum eða er þetta hreinn uppspuni?

Gestur Guðjónsson, 22.2.2009 kl. 23:00

7 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Það er alveg merkilegt hvað þessir bloggarar eru orðnir skáldlegir og hvað þeir þykjast vera miklir sérfræðingar í flokki sem ég t.d. sem starfa mikið í Framsóknarflokknum kannast ekki við.

Ég skal upplýsa þig um það að þessar aðalpersónur í lýsandi skáldverki þínu hef ég aldrei séð utan eina, Halldór Ásgrímsson, þar sem hann er fyrrverandi formaður flokksins.

Hvernig væri nú að koma aftur til nútíðar með okkur hinum og byggja upp betra samfélag í stað þess að dæma heilan flokk á mjög óljósum og ósanngjörnum forsendum. Þessi dómur er í engu samræmi við það sem flokkurinn er að gera í dag sem er að leggja sig virkilega fram um breytingar og betra samfélag.

Kristbjörg Þórisdóttir, 23.2.2009 kl. 15:38

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því miður bendir allt til þess að ég sé meiri sérfræðingur í Framsóknarflokknum en hún Kristbjörg okkar hérna Þórisdóttir og hef ég þó aldrei nálægt Fjósinu komið, hvað þá inní það komið.

Framsóknarflokurinn hefur sitt flokkseigendafélag, eins og aðrir flokkar, og það ekki af verri endanum. Alfreð, Finnur Ingólfs, Ólafur þyrlubóndi að Miðhrauni, Halldór Ásgrímsson ásamt fleirum af sama sauðahúsi ráða því sem þeir vilja ráða í flokknum. Þessir gjörpilltu ódámar tilheyra ekki aðeins fortíð Framsóknarfjóssins, heldur nútíð hans og framtíð.

Og glæpaklíkan Framsókn vill engu breyta nema það sé flokkseigendum hennar í hag, litlir pabbastrákar og pabbastelpur inni á Alþingi breyta þar engu um.

Það þarf að vera öllum ljóst hvað Framsóknarflokkurinn er í raun og veru og fyrir hvað hann stendur. Ef það gerðist myndi þetta pólitíska illgresi deyja út á stundinni, almenningi í landinu til heilla. 

Jóhannes Ragnarsson, 23.2.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband