Leita í fréttum mbl.is

Gaman, gaman

dansÉg get trúað ykkur fyrir því, lesendur góðir, að það getur stundum verið gaman að lifa, ekki síst þegar skemmtilegir hlutir gerast eins og af sjálfu sér, áreynslulaust og án tilgerðar eða taugaveiklunar af nokkru tagi. Á þessari stundu er allt útlit fyrir að þjóðin muni endurheimta sína bestu syni aftur til starfa á Alþingi. Jón Baldvin hefur þegar boðað komu sína og mun eflaust vinna frækinn sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar. Nú virðist og næsta öruggt að Davíð Oddsson muni skipa annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, næstur á eftir Árna Johnsen. Á næstu dögum mun Halldór Ásgrímsson stíga fram á sjónarsviðið og leiða lista Framsóknar í norðaustrinu. Þar með má ljóst vera að allrir mestu og bestu hrunadansarar þjóðarinnar verða mættir tvíelleftir til leiks á vordögum til að taka einn snúning enn á landsmönnum. Það er ekki ónýtt að eiga slíka mannkynsfrelsara drengir góðir.
mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður..

hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Áreynsla er með ypsiloni, Jóhannes. Annars eru hvorki mávillur né stafsetningarvillur í pistli þínum.

Flosi Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir Flosi, leiðrétti ,,áreinsluna" tafarlaust.

Jóhannes Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 09:05

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jói mini þig á fund á hótel hellissandi kl 15 í dag (http://xsnv.blog.is/blog/xsnv/entry/815687/ ).......ég renni á fundinn á samt pabba gamla.

Láttu sjá þig.

Eggert Hjelm Herbertsson, 28.2.2009 kl. 10:19

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir Eggert, en ég er í höfuðborginni og ekki væntanlegur heim fyrr en á morgun og missi því af góðu gamni.

Jóhannes Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ofsalega ertu heppinn ´Jóhannes að hafa svona prófarkalesara.  Það er svo dýrt að kaupa sér Púkann.

Það er nú gott að Sunnlendingar fái tækifæri til að kjósa Davíð.  Það hefur verið þeirra einlæga ósk, allt frá dögum Tyrkja Guddu að fá í kjördæmið mann á borð við hann.

Að eigin sögn er hann eini, eini maðurinn, EINI MAÐURINN! sem treystandi er. Það sögöu honum bæði Hannes Hólmsteinn og Sigurður Kári og gott ef ekki Birgir Ármannsson líka eða hvað hann heitir nú þessi sjarmernadi (NOT) stuttbuxnastrákurinn hans Davíðs. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2009 kl. 16:44

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hann Flosi er þarfaþing, margfalt betri en nokkur púkaskratti.

Svo skilst mér að Davíð karlinn hafi sýnt sunnlendingum þann fautaskap að neita að fara í framboð fyrir þá. Hann gerir það ekki endasleppt hann Davíð.

Jóhannes Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband