Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki orð um höfuðmeinvættinn?

Þessi ályktun VG á Vestfjörðum er svosem góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær. Hitt er aftur lakara að vinir mínir vestfirskir skuli ekki taka af skarið og krefjast þess að hið illræmda kvótakerfi í sjávarútvegi verði afnumið strax á þessu ári. Hin dauða, miskunarlausa hönd kvótakerfis Davíðs, Halldórs Ásgrímssonar, Þorsteins Más og Hannesar Hólmsteins, hefur skriðið meðfram ströndum landsins, vík úr vík og firði úr firði, eins og svæsnustu náttúruhamfarir eða drepsóttin stóra-bóla fyrr á öldum og sogað atvinnutækin og atvinnuréttinn frá fólkinu og skilið byggðarlögin eftir brotin og beygð, sum hver í dauðateygjunum.

Mér er hulin ráðgáta hversvegna stjórnmálaafl eins og VG hefur ekki fyrir löngu tekið upp harða og gegnheila baráttu gegn kvótakerfinu og allri þeirri arðráns- glæpastarfsemi sem þrífst innan þess. 


mbl.is Sjávarútvegur og landbúnaður verði efldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband