Leita í fréttum mbl.is

Étinn af sínum eigin hundum

hundsbitEkki veit ég hvort þeir, sem endurskoðuðu lögreglubækurnar eftir hrunið, hafa rekið augun í kynlega útgjaldaliði. Þar stóð meðal annars: B ... 40 kr., K ... 50 kr., L ... 80 kr., o.s.frv. En hafi svo verið þá hafa þeir vafalaust búist við að stafirnir B, K, L væru upphafsstafir manna sem selt hefðu sökudólga í hendur leynilögreglunnar og þegið laun fyrir. En þá hafa þeir farið villur vegar því B þýðir St. Bernharðshundur, K þýðir kjölturakki og L þýðir Leonsbergshundur. Alla þessa hunda fór Bretschneider með til aðallögreglustöðvanna. Þetta voru hræðilegar ófreskjur sem Svejk sveik inna á Bretschneider án minnsta samviskubits.

Og þetta varð banabiti hins fræga Bretschneiders leynilögreglumanns. Þegar hann var búinn aðsafna um sig sjö ófreskjum í íbúð sinni lokaði hann sig inni hjá þeim og svelti hundaskrímslin þangað til þau réðust á hann og átu hann upp til agna.

Í þjónustubók hans á lögreglustöðinni skrifuðu þeir í dálkinn ,,Embættisframi" þessi dapurlegu orð: ,, Étinn af sínum eigin hundum."

Þegar Svejk frétti seinna um þennan raunarlega atburð sagði hann:

- Mér er bara ómögulegt að skilja hvernig þeir fara að setja hann saman á dómsdegi.


mbl.is Stórir hundar sýndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband