Leita í fréttum mbl.is

Ljósritið vann frumritið

ljos.jpgÓttalegur bölvaður klaufaskapur var þetta hjá Einari Kr. að missa eitt ljósritið af sjálfum sér fram úr sér í blá-lokin. Hinu verður ekki á móti mælt að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður frábærlega vel kvótakerfisvæddur listi, sem er dásamlegt útaf fyrir sig í ljósi þess að umrætt kvótakerfi hefur virkað eins og svæsnar náttúruhamfarir á kjördæmið.

Í kosningunum í vor munu kvótakerfissamtökin Sjálfstæðisflokkur fá 12-15% í Norðvesturkjördæmi og ekki brotabrot úr prósenti fram yfir það.


mbl.is Ásbjörn vann baráttuna við Einar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það ætti bara ekki að vera mögulegt að ná þarna árangri fyrir flokk sem hefur annað eins á bakinu og Sjálfgræðisflokkurinn hefur í kjördæminu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.3.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Að öllu eðlilegu ætti það alls ekki að vera hægt, Hafsteinn.

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Hlédís

Hvenær hefur allt verið eðlilegt í íslenskri pólitík - eða þeirri gömlu tík yfirleitt?

Hlédís, 22.3.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er bara hissa á því að hann skildi ekki hafa vit á því sjálfur að tilkynna það að hann ætlaði að hætta í pólitík en kannski var ekki við því að búast að hann myndi sýna þá skynsemi.

Jóhann Elíasson, 22.3.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ási verður væntanlega ekki daglegur gestur á neðri hæð hafnarvogarinnar í Ólafsvík?

Þórbergur Torfason, 23.3.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

 Þeir eru svo miklir kjánar sjallavallarnir fyrir vestan.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.3.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það eru allir velkomnir í heimsókn í hús Hafnarvogarinnar í Ólafsvík, Þórbergur, meira að segja frambjóðendur á atkvæðasnapi, þannig að Ása er velkomið að líta inn.

Reyndar fengum við á Hafró ljósmynd af frambjóðandanum Ásbirni í magasýnapoka frá ónefndu fiskiskipi í Ólafsvík.

Jóhannes Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband