Leita í fréttum mbl.is

Skammt stórra högga á milli

flengÍ vetur hefur blessunarlega verið skammt stórra högga á milli: Í gær hvarf Gjeir Haaarde endanlega af vettvangi, í dag Ingibjörg Sólrún. Fyrr í vetur stökk Guðni Ágústsson í fússi fyrir pólitískann ætternisstapa, ríkisstjórn Gjeirs og frú Ingibjargar gafst uppá rólunum eins og Grýla gamla forðum og yfirdjásninu, Davíoddssyni, var fleygt eins og halaklipptum hundi útúr Seðlabankanum. Þó að þetta séu mikil áföll, ekki síst þegar tekið er tillit þau gerast öll á einum vetrarparti, þá er sá reginmunur á þessum áföllum og öðrum áföllum, að þau fyrrnefdu hafa aukið þjóðinni ánægju og meiri trú á lífið og tilveruna.

Í dag heyrði ég dósent í uppeldisfræðum lýsa því yfir að börn landsins, 12 ára og yngri,  hafi af einhverri ástæðu fengið þá flugu í höfuðið að um helgina verði starfræktur dýragarður í Laugardalshöllinni. Ja, bragð er að þá barnið finnur ...

Á meðfylgjandi mynd má sjá íslensku þjóðina, í líki ábyrgs föður, veita forsprökkum stjónmálaflokkanna, í gervi svikuls götustráks, verðskuldaða ráðningu. 


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Good riddance of bad rubbizh~ ...

Steingrímur Helgason, 27.3.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband