Leita í fréttum mbl.is

Þúfutittlingur steytir görn

Þegar vitrir og góðgjarnir menn í Sjálfstæðisflokknum höfðu komist að þeirri viturlegu niðurstöðu, að best væri að kenna Guðlaugi Þór Þórðarsyni um að hafa betlað nokkra tugi miljóna útúr FL-Grúppinu og BjörgólfsLandsbankanum fyrir fjárvana Flokkinn, bregður svo við að nefndur Guðlaugur Þór rýkur upp eins og grimmur þúfutittlingur og neitar blákalt að hann hafi staðið í miljónabetlinu. Af þessu framferði Guðlaugs Þórs má ráða að hann er ekki reiðubúinn að fórna sér fyrir Flokkinn og Málstaðinn og ætti því að vera brottrækur gjör úr helgidómi Sjálfstæðisflokksins; svona manni er ekki treystandi þegar mikil vá steðjar að. Og af því að páskahátíðin er að ganga í garð, er ekki nema sjálfsagt að minna á að ekki baðst Kristur undan að verða krossfestur fyrir sinn flokk og sinn málstað. Það verður þó að taka fram í því sambandi, að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi mentamálaráðherra, er ekki haldinn guðlegri náttúru af neinu tagi og þar af leiðandi enginn Kristur. Gáum að því lesendur góðir.
mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bara svo vel skrifuð færsla Jóhannes, engin komment að öðru leiti

Kveðja

Finnur Bárðarson, 9.4.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Tek undir það.

Jói, fékkstu einkaskilaboð sem ég sendi þér í gærkvöldi eða í dag?

Vésteinn Valgarðsson, 9.4.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hahahahah..........

Góður !

Níels A. Ársælsson., 9.4.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

En Jóhannes, þúfutittlingurinn grimmi hafði með að gera sjúka og aldraða í sínum ráðherradómi. Að öðru leiti er þessi greining á ástandinu hnökralaus, ég hugsa að jafnvel þúfutittlingurinn sjálfur mundi ekki mótmæla...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.4.2009 kl. 08:34

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú bregður svo við að þúfutittlingurinn sjálfur er orðinn næsta minnislaus; varð bæði sjúkur og aldraður á einum og sama deginum.

Jóhannes Ragnarsson, 10.4.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband