Leita í fréttum mbl.is

Kvenskörungur myrtur á lúalegan hátt

mari.jpgEkki er á þá bandaríkjamenn logið, alltaf skulu þeir myrða sitt besta fólk við fyrsta hentugt tækifæri. Abrahám Lincoln, Jón Kénnédý, Martein Lúter King og englendinginn John Lennon skutu þeir eins og hunda og nú láta þeir sér sæma að drepa Marilyn Chambers! Og þó að lögreglan þar vestra haldi því fram að andlát Marilyn hafi ekki borið að með vofeiflegum hætti, þá er það auðvitað helvítis haugalýgi, - maður þekkir nú sitt heimafólk. Víst er um það að Marilyn Chambers var mestur kvenskörungur um sína daga í Bandaríkjunum og ófáum yljaði hún um hjartarætur og miðvígstöðvar með tiltektum sínum og list. Og hún náði ekki einusinni að verða sextug. Hinsvegar bera bandaríkjamenn aldrei við að lóga sínum verstu úrhrökum; t.d. datt þeim aldrei í hug að skjóta rindilmennið og heimskingjann Georg Woff Bush hvernig sem sá ódámur hagaði sér.
mbl.is Kunn klámstjarna fannst látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Hjartanlega sammála þessari samsæriskenningu, það hafa engir verið eins duglegir og bandaríkjamenn að skjóta sína bestu eða koma þeim fyrir kattarnef á annan hátt.

mæli með því að hún verði tekin í dýrðlinga tölu enda ekki margir verið eins duglegir að stuðla að "upprisu holdsins" og Marilyn Chambers.

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Anna Lilja

Þið eruð ógeðfelldir.

Er allt í lagi að gera grín að þessari konu og skyndilegu láti vegna þess að hún lék í klámmyndum?

Þetta er ekkert nema háðung

Anna Lilja, 14.4.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Meiningin var Anna Lilja að gera grín að Bandarísku samfélagi og þeim tvískinnungi sem þar ríkir hafi þetta skilist á annan hátt biðst ég velvirðingar á því.

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú verður þú að rökstyðja þitt mál, Anna Lilja, annað er óforsvaranlegt af þinni hálfu. Þú verður í það minnsta að geta bent á með óyggjandi rökum að ég sé að gera grín að frú Chambers og andláti hennar.

Jóhannes Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: TARA

Jóhannes...ég ætlað að fara að spyrja þig frá hvaða plánetu þú værir, þegar ég áttaði mig á hvað þú varst að fara....lol....hefðirðu sleppt því að telja upp alla þessa karl-skörunga hefði ég tekið þig alvarlega...

TARA, 14.4.2009 kl. 23:50

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er allavega eitt ljóst við þetta andlát. Eitthvað hefur riðið þessari konu að fullu.

Sigurður Sveinsson, 15.4.2009 kl. 10:23

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú átt sennilega kollgátuna, Sigurður; eitthvað reið blessaðri manneskjunni að fullu.

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hahahaha.

Kanski hún hafi bara fengið reiðarslag.

Níels A. Ársælsson., 15.4.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband