Leita í fréttum mbl.is

Sársaukaspangól brennuvarganna

dog1.jpgFyrir um það bil hálfum öðrum klukkutíma síðan varð ég þeirrar fávísu ánægju aðnjótandi að sjá á sjónvarpsskjánum þegar Bjarni Ben skjögraði eins og skottbrotinn rakki í ræðustól Alþingis. Erindi Bjarna var, að því best verður séð, að leyfa þingheimi og öðrum landslýð að heyra hvað henn getur spangólað hátt. Ekki duldist nokkrum manni andartaksstund að Bjarni getur orðið óhemju skrækur á háu tónunum. Þó verður að segjast eins og er, að það er hálf kaldhæðnislegt, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, að hlusta á nýkjörinn foringja brennuvarganna kvarta sárann yfir hve illa gengur að slökkva eldana sem félagar hans í hinum FL-aða brennuvargaflokki kveiktu.

Vart þarf að taka fram, að það varð Steingrími J. létt verk að snúa hinn nýkórónaða íhaldsuxa niður á halanum og kæfa hið óviðeigandi spangól í honum.


mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband