Leita í fréttum mbl.is

Sjakalarnir á alþýðukontórunum

undir.jpgÞað er naumast hann finnur til sín í dag, 5. maí, yfirskrifstofusjakalinn á ASÍ kontórnum, sem var baulaður um koll þegar hann reyndi að koma ESB-boðskap sínum á framfæri í hátíðar- og barátturæðu á Austurvelli þann 1. maí síðastliðinn. ,,Það er ekkert við okkur að tala ef ekki verður gengið í þessar bráðaaðgerðir, helst strax á morgun" segir þessi innantómi vindbelgur eins og einhverjir hafi yfir höfuð lyst á að eyða orðum að honum og Kristjáni í Keflavík. Hvar í andskotanum voru þessir ómerkilegu baulurassar allan frjálshyggjutímann, að maður tali nú ekki um síðustu tvö til þrjú árin fyrir auðvaldshrunið? Jújú, iðulega sást til þessara kynlegu baráttujaxla hvar þeir dilluðu skottum sínum uppvið gilda leggi Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og annarra ámóta snillinga. Og hvar héldu fyrrnefndir stórsjakalar verkalýðsforystunnar, Gylfi Arnbjörns og Krisján í Keflavík, til þegar alþýða manna gerði byltingu síðla janúar í vetur? Að sjálfsögðu skriðu þeir eins og stéllausir hanar undir eikarpúltin sínsjakali.jpg og höfðu þar vetursetu. Það er loks núna, þegar farið er að vora, að Gylfi og hans helstu giljagaura þora að stinga út nefjunum og eru þá bara helvíti góðir með sig; brúka belging og hortugheit, að ógleymdum ESB-söngnum góða, og halda sjálfsagt að þeim sé óhætt. En þar fara skrifstofusjakalarnir villir vega því önnur bylting liggur í loftinu og þegar hún brestur á er hætt við að eikarpúltin í Alþýðuhöllinni við Sætún 1. í Reykjavík verði þein sama góða skjólið og á byltingardögunum í vetur.
mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var nú bara þokkalegur inngangur að stólræðu hjá þér Jóhannes minn. Þeir hafa greinilega ekki verið svefnvana á vaktinni fyrir sína umbjóðendur fóstbræðurnir og aldrei trúverðugt þegar menn í þessum stöðum vakna upp með andfælum.

Mér hefur nú alltaf sýnst Gylfi Arnbjörnsson líkari pokapresti í feitu brauði en baráttujaxli og brjóstvörn láglaunafólks á Íslandi. Þar vil ég hafa menn eins og Guðmund jaka, Pétur sjómann og Eirík Stefánsson.

Árni Gunnarsson, 5.5.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þetta kerlinga fífl sem kallar sig forsætisráðherra ásamt nazistaflokki sínum hugsar allt útfrá ESB og hvernig hún getur þóknast ESB henni er skítsama þó fólkið í landinu sé að lenda á götunni atvinnulaust og eigi ekki mat handa börnunum sínum,nei númer 1 2 og3 er ESB og aftur ESB.Nú er komið nóg það þarf byltingu og þá meina ég ekki með potta og sleifar til að búa háfaða nú þarf alvöru byltingu svo að þetta fífl og flokkur hennar skilji eitthvað.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 5.5.2009 kl. 22:11

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki vantar að séra Gylfi sé pokaprestur af Guðs náð, það verður ekki af honum tekið. Það er bara verst að sóknarbörnum hans er ekkert um hann gefið, finnst hann vera lítill kennimaður og umgangst boðorðin helst til frjálslega, eða öllu heldur umgangast þau annað hvort ekki neitt eða með öfugum formerkjum.

Svo er að sjá á texta félaga Marteins Unnars að kerlingarrassinn hún Jóhanna megi fara að gá að sér og sínum.

Jóhannes Ragnarsson, 5.5.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband